Ómar telur víst að fylgið tvöfaldist að minnsta kosti 25. mars 2007 18:30 Ómar Ragnarsson telur að Íslandshreyfingin eigi að geta fengið að minnsta kosti tíu prósenta fylgi í kosningunum í vor. Hann segir að flokkurinn taki fyrst og fremst fylgi frá Sjálfstæðisflokknum og vinstri grænum, eins og sjáist á könnun Fréttablaðsins í dag, sem gefur flokknum fimm prósenta fylgi. Þetta er fyrsta könnun Fréttablaðsins frá því Íslandshreyfingin var formlega stofnuð og mælist flokkurinn með aðeins meira fylgi en Frjálslyndi flokkurinn og fengi fimm prósent atkvæða og þrjá menn kjörna á þing ef kosið væri í dag. Hinn nýji flokkur nýtur meira fylgis meðal karla en kvenna. Ómar Ragnarsson formaður hreyfingarinnar segir þetta ágæta byrjun. "Ég tel alveg raunhæft að við getum tvöfaldað þetta fylgi," segir Ómar. Í hans huga sé aðalatriðið að nógu margir komi til liðs við hreyfinguna úr öllum áttum, sérstaklega úr þeim áttum sem stóriðjustefnan eigi nú föst tök. Því fleiri sem komi til hreyfingarinnar, aukist líkur á að takmarkið náist örugglega. Ómar segir könnunina sýna að Íslandshreyfingin geti komið í veg fyrir að stóriðjuflokkarnir tveir, Sjálfstæðisflokkur og Framsókn geti kippt Frjálslyndum upp í hjá sér og myndað hreina stóriðjustjórn. Íslandshreyfingin taki fylgi af Sjálfstæðisflokknum en líka Vinstri grænum. Að mati Ómars var hættan sú áður en Íslandshreyfingin bauð fram að þeir hefðu áður kosið Sjálfstæðisflokkinn eða Frjálslynda flokkinn en ætluðu að kjósa Vinstri græna út af umhverfismálunum, hrykkju í heimahagana þegar á reyndi í kjörklefanum. Nú hefðu þessir kjósendur val um að koma til Íslandshreyfingarinnar. Fylgi Frjálslynda flokksins heldur áfram að dala og er nú 4,4 prósent, sem gæti þýtt vegna fimm prósenta reglu um kjörfylgi, að flokkurinn næði ekki manni inn á þing. Flokkurinn náði mestu fylgi, ríflega tíu prósentum, þegar umræðan um innflytjendamál var háværust fyrir nokkrum mánuðum og því spurning hvort þeim málum verði haldið hærra á lofti af hálfu Frjálslyndra. Guðjón A Kristjánsson formaður Frjálslynda flokksins segir að flokkurinn þurfi ekki að lyfta þessum málum neitt hærra. Þau verði hins vegar rædd af hálfu flokksins í kosningabaráttunni, enda sé það nauðsynlegt. Þessi mál séu í öðrum farvegi á landsbyggðinni annars vegar og á Reykjavíkursvæðinu hins vegar, þar sem þau snúist um undirboð á launamarkaði. Vinstri hreyfingin grænt framboð missir líka fylgi milli kannana, fer úr 25,7 prósentum í 23,3 prósent og fengi 16 þingmenn, en flokkurinn er nú með fimm þingmenn. Samfylkingin fengi 21 prósent og 14 þingmenn, sem er langt frá síðustu kosningum þegar flokkurinn fékk 20 þingmenn kjörna. En flokkurinn bætir við sig tæpum tveimur prósentum frá síðustu könnun. Ágúst Ólafur Ágústsson varaformaður samfylkingarinnar telur að málflutningur Samfylkingarinnar sé farinn að skila sér. Frambjóðendur flokksins finni það á fundum með kjósendum. Hann óttast hins vegar að framboð Íslandshreyfingarinnar taki fyrst og fremst fylgi af stjórnarandstöðuflokkunum, þótt það sé ekki ætlun forystufólks hennar. Sjálfstæðisflokkurinn fengi 36,1 prósent sem er tæplega þremur prósentustigum minna en í síðustu könnun Fréttablaðsins. Þetta er hins vegar meira en kjörfylgi flokksins og myndu Sjálfstæðismenn bæta við sig tveimur þingmönnum og fá 24 menn kjörna á þing. Framsóknarflokkurinn stendur í stað frá síðustu könnun í 9,4 prósentum og fengi sex þingmenn, helmingi færri en flokkurinn hefur nú á Alþingi. Stjórnarmeirihlutinn er því fallinn, er samanlagt með 30 þingmenn á móti 33 þingmönnum stjórnarandstöðuflokkanna. Íslandshreyfingin Kosningar 2007 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Sjá meira
Ómar Ragnarsson telur að Íslandshreyfingin eigi að geta fengið að minnsta kosti tíu prósenta fylgi í kosningunum í vor. Hann segir að flokkurinn taki fyrst og fremst fylgi frá Sjálfstæðisflokknum og vinstri grænum, eins og sjáist á könnun Fréttablaðsins í dag, sem gefur flokknum fimm prósenta fylgi. Þetta er fyrsta könnun Fréttablaðsins frá því Íslandshreyfingin var formlega stofnuð og mælist flokkurinn með aðeins meira fylgi en Frjálslyndi flokkurinn og fengi fimm prósent atkvæða og þrjá menn kjörna á þing ef kosið væri í dag. Hinn nýji flokkur nýtur meira fylgis meðal karla en kvenna. Ómar Ragnarsson formaður hreyfingarinnar segir þetta ágæta byrjun. "Ég tel alveg raunhæft að við getum tvöfaldað þetta fylgi," segir Ómar. Í hans huga sé aðalatriðið að nógu margir komi til liðs við hreyfinguna úr öllum áttum, sérstaklega úr þeim áttum sem stóriðjustefnan eigi nú föst tök. Því fleiri sem komi til hreyfingarinnar, aukist líkur á að takmarkið náist örugglega. Ómar segir könnunina sýna að Íslandshreyfingin geti komið í veg fyrir að stóriðjuflokkarnir tveir, Sjálfstæðisflokkur og Framsókn geti kippt Frjálslyndum upp í hjá sér og myndað hreina stóriðjustjórn. Íslandshreyfingin taki fylgi af Sjálfstæðisflokknum en líka Vinstri grænum. Að mati Ómars var hættan sú áður en Íslandshreyfingin bauð fram að þeir hefðu áður kosið Sjálfstæðisflokkinn eða Frjálslynda flokkinn en ætluðu að kjósa Vinstri græna út af umhverfismálunum, hrykkju í heimahagana þegar á reyndi í kjörklefanum. Nú hefðu þessir kjósendur val um að koma til Íslandshreyfingarinnar. Fylgi Frjálslynda flokksins heldur áfram að dala og er nú 4,4 prósent, sem gæti þýtt vegna fimm prósenta reglu um kjörfylgi, að flokkurinn næði ekki manni inn á þing. Flokkurinn náði mestu fylgi, ríflega tíu prósentum, þegar umræðan um innflytjendamál var háværust fyrir nokkrum mánuðum og því spurning hvort þeim málum verði haldið hærra á lofti af hálfu Frjálslyndra. Guðjón A Kristjánsson formaður Frjálslynda flokksins segir að flokkurinn þurfi ekki að lyfta þessum málum neitt hærra. Þau verði hins vegar rædd af hálfu flokksins í kosningabaráttunni, enda sé það nauðsynlegt. Þessi mál séu í öðrum farvegi á landsbyggðinni annars vegar og á Reykjavíkursvæðinu hins vegar, þar sem þau snúist um undirboð á launamarkaði. Vinstri hreyfingin grænt framboð missir líka fylgi milli kannana, fer úr 25,7 prósentum í 23,3 prósent og fengi 16 þingmenn, en flokkurinn er nú með fimm þingmenn. Samfylkingin fengi 21 prósent og 14 þingmenn, sem er langt frá síðustu kosningum þegar flokkurinn fékk 20 þingmenn kjörna. En flokkurinn bætir við sig tæpum tveimur prósentum frá síðustu könnun. Ágúst Ólafur Ágústsson varaformaður samfylkingarinnar telur að málflutningur Samfylkingarinnar sé farinn að skila sér. Frambjóðendur flokksins finni það á fundum með kjósendum. Hann óttast hins vegar að framboð Íslandshreyfingarinnar taki fyrst og fremst fylgi af stjórnarandstöðuflokkunum, þótt það sé ekki ætlun forystufólks hennar. Sjálfstæðisflokkurinn fengi 36,1 prósent sem er tæplega þremur prósentustigum minna en í síðustu könnun Fréttablaðsins. Þetta er hins vegar meira en kjörfylgi flokksins og myndu Sjálfstæðismenn bæta við sig tveimur þingmönnum og fá 24 menn kjörna á þing. Framsóknarflokkurinn stendur í stað frá síðustu könnun í 9,4 prósentum og fengi sex þingmenn, helmingi færri en flokkurinn hefur nú á Alþingi. Stjórnarmeirihlutinn er því fallinn, er samanlagt með 30 þingmenn á móti 33 þingmönnum stjórnarandstöðuflokkanna.
Íslandshreyfingin Kosningar 2007 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Sjá meira