Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 27. nóvember 2025 22:06 Tveir karlmenn gengu galvaskir inn í verslunina Ljósmyndavörur í Skipholti, brutu glerskáp og stálu myndavélabúnaði fyrir þrjár milljónir í ágúst. Lögregla hefur nú endurheimt búnaðinn. Ljósmyndavörur Lögregla hefur endurheimt varning að andvirði 3,2 milljóna króna sem tekinn var ófrjálsri hendi úr ljósmyndaverslun í sumar. Eiganda er létt og kann naflausum hvíslara og lögreglu miklar þakkir. Athygli vakti í ágúst þegar þjófnaður, sem virtist hafa verið skipulagður, náðist á myndband í Ljósmyndavörum í Skipholti. Tuttugu sekúndur liðu frá því að þjófarnir komu inn í verslunina þar til þeir voru farnir, með rándýrar myndavélar milli handanna. Þeir höfðu brotið glerskáp með slökkvitæki til að nálgast myndavélarnar. Bergur Gíslason eigandi Ljósmyndavara sagðist gruna að stolið hefði verið eftir pöntun. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakaði málið. Í dag hefur hann þær gleðifréttir að færa að þýfið hefur verið endurheimt. „Það kom til okkar tölvupóstur fyrir nokkrum vikum þar sem gefin voru upp nöfn og kennitölur á þjófunum. Sendandinn var að reyna að sættast við guð og menn og hafði þarna vitneskju, og vitneskjan leiddi til þess að lögreglan fékk rannsóknarheimildir og skoðaði bankareikninga hjá viðkomandi,“ útskýrir Bergur í samtali við fréttastofu. Þá hafi komið upp úr krafsinu að myndavélarnar hafi verið seldar fyrir hálfa milljón króna nokkrum klukkustundum eftir atvikið, en þá höfðu allir helstu fjölmiðlar landsins þegar fjallað um málið. Kröfurnar rosalegar Loks hafi lögregla komist á snoðir um varninginn sjálfan og endurheimt hann. Myndavélarnar eru tryggðar hjá Vís en Bergur reiknar með að Ljósmyndavörur kaupi þær af tryggingafélaginu. „Þetta er náttúrlega illa farið og rispað, þeir hentu þeim bara í bakpoka,“ segir Bergur sem sér fram á að selja þær fastakúnnum sem þekkja vel til og vita að myndavélarnar eru ekki nýjar „upp úr kassanum“. Bergur segist hafa lært margt á atvikinu en öryggisráðstöfunum í versluninni var breytt eftir þjófnaðinn. Þá segist hann hugsi yfir þeim miklu kröfum sem gerðar eru til lögreglunnar við rannsóknir á málum sem þessu. „Löggan má eiga það að þeir gáfust ekki upp þó að þetta væri svolítið vonlaust. Það er mjög þægilegt að vera glæpamaður á Íslandi, það þarf eiginlega að grípa þig með vöruna í hendinni til að löggan geti gert eitthvað,“ segir Bergur. „Það er búið að gera lögreglunni rosalega erfitt að standa í svona rannsóknum. Sönnunarkröfurnar sem þarf að uppfylla eru eiginlega ómanneskjulegar. Það er eins og þetta sé bara gert fyrir glæpamennina. Þó þeir viti hver framdi glæpinn þarf svo gríðarlega góð sönnunargögn þannig að það dugi til sakfellingar.“ Ljósmyndun Lögreglumál Reykjavík Verslun Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Sjá meira
Athygli vakti í ágúst þegar þjófnaður, sem virtist hafa verið skipulagður, náðist á myndband í Ljósmyndavörum í Skipholti. Tuttugu sekúndur liðu frá því að þjófarnir komu inn í verslunina þar til þeir voru farnir, með rándýrar myndavélar milli handanna. Þeir höfðu brotið glerskáp með slökkvitæki til að nálgast myndavélarnar. Bergur Gíslason eigandi Ljósmyndavara sagðist gruna að stolið hefði verið eftir pöntun. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakaði málið. Í dag hefur hann þær gleðifréttir að færa að þýfið hefur verið endurheimt. „Það kom til okkar tölvupóstur fyrir nokkrum vikum þar sem gefin voru upp nöfn og kennitölur á þjófunum. Sendandinn var að reyna að sættast við guð og menn og hafði þarna vitneskju, og vitneskjan leiddi til þess að lögreglan fékk rannsóknarheimildir og skoðaði bankareikninga hjá viðkomandi,“ útskýrir Bergur í samtali við fréttastofu. Þá hafi komið upp úr krafsinu að myndavélarnar hafi verið seldar fyrir hálfa milljón króna nokkrum klukkustundum eftir atvikið, en þá höfðu allir helstu fjölmiðlar landsins þegar fjallað um málið. Kröfurnar rosalegar Loks hafi lögregla komist á snoðir um varninginn sjálfan og endurheimt hann. Myndavélarnar eru tryggðar hjá Vís en Bergur reiknar með að Ljósmyndavörur kaupi þær af tryggingafélaginu. „Þetta er náttúrlega illa farið og rispað, þeir hentu þeim bara í bakpoka,“ segir Bergur sem sér fram á að selja þær fastakúnnum sem þekkja vel til og vita að myndavélarnar eru ekki nýjar „upp úr kassanum“. Bergur segist hafa lært margt á atvikinu en öryggisráðstöfunum í versluninni var breytt eftir þjófnaðinn. Þá segist hann hugsi yfir þeim miklu kröfum sem gerðar eru til lögreglunnar við rannsóknir á málum sem þessu. „Löggan má eiga það að þeir gáfust ekki upp þó að þetta væri svolítið vonlaust. Það er mjög þægilegt að vera glæpamaður á Íslandi, það þarf eiginlega að grípa þig með vöruna í hendinni til að löggan geti gert eitthvað,“ segir Bergur. „Það er búið að gera lögreglunni rosalega erfitt að standa í svona rannsóknum. Sönnunarkröfurnar sem þarf að uppfylla eru eiginlega ómanneskjulegar. Það er eins og þetta sé bara gert fyrir glæpamennina. Þó þeir viti hver framdi glæpinn þarf svo gríðarlega góð sönnunargögn þannig að það dugi til sakfellingar.“
Ljósmyndun Lögreglumál Reykjavík Verslun Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Sjá meira