Viðskipti erlent

Microsoft að kaupa DoubleClick?

Bill Gates, stofnandi og stjórnarformaður Microsoft.
Bill Gates, stofnandi og stjórnarformaður Microsoft. Mynd/AFP

Orðrómur er uppi um að bandaríski hugbúnaðarrisinn Microsoft hyggist kaupa bandaríska netauglýsingafyrirtækið DoubleClick. Viðræður forsvarsmanna um málið standa nú yfir. Fréttastofa Reuters segir DoubleClick sömuleiðis ræða fyrir fleiri hugsanlega kaupendur.

Að sögn Reuters hefur DoubleClick fengið bandaríska fjárfestingabankanna Morgan Stanley til ráðgjafar um hugsanlega sölu á fyrirtækinu auk þess sem til tals hefur komið að skrá fyrirtækið á markað vestanhafs.

Að sögn bandaríska viðskiptadagblaðsins Wall Street Journal horfa eigendur DoubleClick, fjárfestingasjóðurinn Hellman & Friedman, til þess að fá að minnsta kosti tvo milljarða bandaríkjadala, jafnvirði um 133 milljarða íslenskra króna, fyrir fyrirtækið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×