10 gagnageymslur skapa 200 hátæknistörf 29. mars 2007 18:36 Þrjú stórfyrirtæki, Microsoft, Google og British Telecom, og nokkur minni hafa undanfarið leitað fyrir sér um uppsetningu annaðhvort netþjónabúa eða gagnageymsla á Íslandi. Búin og geymslurnar eiga það sameiginlegt að vera stór hús full af tölvum sem geyma gögn fyrir stórfyrirtæki eða hýsa netþjóna. Þau eiga það líka sameiginlegt að þurfa mikið pláss, mikla orku og mikið af tæknimenntuðu fólki. Data Íslandía hefur undanfarið hálft annað ár unnið að því að koma upp gagnavistun fyrir erlend stórfyritæki og meðal annars fyrir BT Group, eða British Telecom. Og fleiri renna hýru auga til Íslands. Átta stór fyrirtæki eru í viðræðum við Data Íslandía. Verið er að semja um kaup á landi undir gagnageymslur, sem myndu í fyrstu einkum vera í kringum höfuðborgina. Búist er við að þrjár þeirra rísi strax á þessu ári.Gagnageymslur þurfa mikið pláss. Álverið í Straumsvík er til samanburðar um 140 þúsund fermetrar en meðal gagnageymsla um hundrað þúsund fermetrar. Tíu gagnageymslur þyrftu 100 megavött af rafmagni og myndu skapa 200 störf. Alcan er nú með samning upp á 335 megavött og þar starfa nú um 450 manns. Hvert starf í álverinu þarf því 0,74 megavött en fyrir hvert starf í gagnageymslu þyrfti hálft megavatt.Ísland er eitt eftirsóknarverðasta land Evrópu undir svona gagnageymslur, segir Sol, og áhuginn glæddist verulega eftir að Scotland Yard svipti hulunni af áætlun Al Kaída um að sprengja höfuðstöðvar Telehouse Europe, sem er stærsta gagnahýsingarfyrirtæki Evrópu - og eitt af þeim sem Data Íslandía á nú í viðræðum við.Halldór Jörgensson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi, vildi ekki koma í viðtal vegna hugmynda tölvurisans um að koma upp netþjónabúi á Íslandi, enda væru þær enn á viðræðustigi. Hann sagði hins vegar að með slíku búi fengjust störf sem hæfðu betur menntunarstigi þjóðarinnar en í álveri, meiri arðsemi næðist á framleidda kílóvattstund og engin mengun fylgir starfseminni. Fréttir Innlent Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
Þrjú stórfyrirtæki, Microsoft, Google og British Telecom, og nokkur minni hafa undanfarið leitað fyrir sér um uppsetningu annaðhvort netþjónabúa eða gagnageymsla á Íslandi. Búin og geymslurnar eiga það sameiginlegt að vera stór hús full af tölvum sem geyma gögn fyrir stórfyrirtæki eða hýsa netþjóna. Þau eiga það líka sameiginlegt að þurfa mikið pláss, mikla orku og mikið af tæknimenntuðu fólki. Data Íslandía hefur undanfarið hálft annað ár unnið að því að koma upp gagnavistun fyrir erlend stórfyritæki og meðal annars fyrir BT Group, eða British Telecom. Og fleiri renna hýru auga til Íslands. Átta stór fyrirtæki eru í viðræðum við Data Íslandía. Verið er að semja um kaup á landi undir gagnageymslur, sem myndu í fyrstu einkum vera í kringum höfuðborgina. Búist er við að þrjár þeirra rísi strax á þessu ári.Gagnageymslur þurfa mikið pláss. Álverið í Straumsvík er til samanburðar um 140 þúsund fermetrar en meðal gagnageymsla um hundrað þúsund fermetrar. Tíu gagnageymslur þyrftu 100 megavött af rafmagni og myndu skapa 200 störf. Alcan er nú með samning upp á 335 megavött og þar starfa nú um 450 manns. Hvert starf í álverinu þarf því 0,74 megavött en fyrir hvert starf í gagnageymslu þyrfti hálft megavatt.Ísland er eitt eftirsóknarverðasta land Evrópu undir svona gagnageymslur, segir Sol, og áhuginn glæddist verulega eftir að Scotland Yard svipti hulunni af áætlun Al Kaída um að sprengja höfuðstöðvar Telehouse Europe, sem er stærsta gagnahýsingarfyrirtæki Evrópu - og eitt af þeim sem Data Íslandía á nú í viðræðum við.Halldór Jörgensson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi, vildi ekki koma í viðtal vegna hugmynda tölvurisans um að koma upp netþjónabúi á Íslandi, enda væru þær enn á viðræðustigi. Hann sagði hins vegar að með slíku búi fengjust störf sem hæfðu betur menntunarstigi þjóðarinnar en í álveri, meiri arðsemi næðist á framleidda kílóvattstund og engin mengun fylgir starfseminni.
Fréttir Innlent Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira