Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Samfylkingar samþykktu á borgarstjórnarfundi nú í kvöld að heimila niðurrif á húsunum Laugavegur 33, 35 og Vatnsstígur 4.
Fulltrúar Vinstri grænna og F-lista voru á móti tillögunni og létu bóka mótmæli sín. Þeir segja húsin vera hluta gamallar götumyndar Laugarvegs. Bentu þau á ályktun Torfusamtakanna um að varðveita beri götumynd Laugavegar milli Vatnsstígs og Frakkastígs.
Innlent