NBA - Tveir leikir í framlengingu 1. apríl 2007 10:08 Fjórir leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Tveir þeirra fóru í framlengingu. New Orleans tók á móti New York Knicks í Oklahoma í hnífjöfnum leik þar sem liðin skiptust á að hafa forystu gegnum allan leikinn. Liðin eru bæði í mikilli baráttu um laus sæti í úrslitakeppninni og þurftu nauðsynlega á sigri að halda. Að loknum þriðja leikhluta höfðu heimamenn í New Orleans 9 stiga forskot, 72- 63. En þá tók við ævintýraleg spilamennska hjá New York sem náði að vinna muninn upp. Þegar aðeins mínúta var eftir af leiknum setti Nate Robinson niður þriggja stiga körfu af löngu færi og kom gestunum einu stigi yfir, 89-88. Heimamenn náðu forystunni að nýju en þegar 10 sekúndur voru eftir átti Robinson aftur örvæntingarfulla tilraun að körfu New Orleans liðsins og tókst að jafna leikinn, 92-92 og knúði fram framlengingu. Eddy Curry fór á kostum í liði New York en hann skoraði 34 stig sem dugði liðinu ekki til sigurs í gærkvöldi. Í framlengingunni voru það heimamenn sem höfðu betur. Troðslukarfa Desmond Mason náði 9 stiga forskoti fyrir New Orleans sem fór með sigur af hólmi, 103-94. David West var stigahæstur New ORleans með 20 stig. Í Cicago tóku heimamenn í Bulls á móti Lebron James og félögum í Cleveland. Sá leikur var einnig æsispennandi. Þegar 3 sekúndur voru eftir af venjulegum leiktíma var staðan jöfn 100-100 en Cleveland með boltann. Sasha Pavlovic tókst hins vegar ekki að koma honum í körfuna gegn sterkri vörn Chicago liðsins svo framlengja þurfti leikinn. Og í framlengingunni var það hinn óviðjafnanlegi LeBron James sem reyndist hetja Cleveland liðsins. Hann skoraði 39 stig í leiknum og reyndist bjargvættur sinna manna í framlenginni. Ben Gordon sem skoraði 37 stig fyrir Chicago misnotaði tækifæri á lokaandartökunum og Cleveland fagnaði sigri, 112.108. Í hinum leikjunum vann New Jersey nauman sigur á Fíladelfíu. 86-82 og LA Clippers lagði Portland, 99-86. Erlendar Íþróttir Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Frá Skagafirði á Akranes Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Suður-amerískur glæpahringur braust inn til Mahomes og Burrow Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Sjá meira
Fjórir leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Tveir þeirra fóru í framlengingu. New Orleans tók á móti New York Knicks í Oklahoma í hnífjöfnum leik þar sem liðin skiptust á að hafa forystu gegnum allan leikinn. Liðin eru bæði í mikilli baráttu um laus sæti í úrslitakeppninni og þurftu nauðsynlega á sigri að halda. Að loknum þriðja leikhluta höfðu heimamenn í New Orleans 9 stiga forskot, 72- 63. En þá tók við ævintýraleg spilamennska hjá New York sem náði að vinna muninn upp. Þegar aðeins mínúta var eftir af leiknum setti Nate Robinson niður þriggja stiga körfu af löngu færi og kom gestunum einu stigi yfir, 89-88. Heimamenn náðu forystunni að nýju en þegar 10 sekúndur voru eftir átti Robinson aftur örvæntingarfulla tilraun að körfu New Orleans liðsins og tókst að jafna leikinn, 92-92 og knúði fram framlengingu. Eddy Curry fór á kostum í liði New York en hann skoraði 34 stig sem dugði liðinu ekki til sigurs í gærkvöldi. Í framlengingunni voru það heimamenn sem höfðu betur. Troðslukarfa Desmond Mason náði 9 stiga forskoti fyrir New Orleans sem fór með sigur af hólmi, 103-94. David West var stigahæstur New ORleans með 20 stig. Í Cicago tóku heimamenn í Bulls á móti Lebron James og félögum í Cleveland. Sá leikur var einnig æsispennandi. Þegar 3 sekúndur voru eftir af venjulegum leiktíma var staðan jöfn 100-100 en Cleveland með boltann. Sasha Pavlovic tókst hins vegar ekki að koma honum í körfuna gegn sterkri vörn Chicago liðsins svo framlengja þurfti leikinn. Og í framlengingunni var það hinn óviðjafnanlegi LeBron James sem reyndist hetja Cleveland liðsins. Hann skoraði 39 stig í leiknum og reyndist bjargvættur sinna manna í framlenginni. Ben Gordon sem skoraði 37 stig fyrir Chicago misnotaði tækifæri á lokaandartökunum og Cleveland fagnaði sigri, 112.108. Í hinum leikjunum vann New Jersey nauman sigur á Fíladelfíu. 86-82 og LA Clippers lagði Portland, 99-86.
Erlendar Íþróttir Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Frá Skagafirði á Akranes Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Suður-amerískur glæpahringur braust inn til Mahomes og Burrow Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Sjá meira