Sautján sendiherrar á kjörtímabilinu 1. apríl 2007 19:15 Á kjörtímabilinu sem nú er að ljúka hafa sautján nýir sendiherrar verið skipaðir í embætti á vegum utanríkisráðuneytisins og tvö ný sendiráð opnuð. Framlag úr ríkissjóði til sendiráða Íslands hefur hækkað nokkuð til samræmis við það. Í dag var ræðismannsskrifstofa Íslands opnuð í Færeyjum, sem að líkindum verður síðasta íslenska sendiskriftstofan sem tekin verður í notkun á erlendri grund þetta kjörtímabilið. Óhætt er að segja að umsvif utanríkisráðuneytisins hafi aukist nokkuð á þessum árum. Þannig var ný sendiskrifstofa opnuð í Nýju-Delí á Indlandi og önnur í Róm tekin í notkun eftir nokkurt hlé. Þá var sendiráð Íslands í Mapútó í Mósambík flutt til Pretoríu í Suður-Afríku. Frá árinu 2004 hafa svo skrifstofur Þróunarsamvinnustofnunar Íslands í Afríku haft stöðu sendiráða gagnvart þeim sex ríkjum þar sem þær starfa. Alls eru því 29 íslenskar sendiskrifstofur starfræktar erlendis. Þegar kemur að sjálfum sendiherrunum kemur í ljós að síðastliðin fjögur ár hafa sautján slíkir verið skipaðir. Fyrstu fimmtán mánuði kjörtímabilsins skipaði Halldór Ásgrímsson fimm sendiherra, Davíð Oddsson skipaði svo níu árið sem hann sat í embætti, Geir Haarde þrjá en Valgerður Sverrisdóttir engan. Á dögunum gagnrýndi starfsmannaráð flutningsskyldra starfsmanna í utanríkisþjónustunni að hlutfall pólitískt skipaðra sendiherra væri hærra hérlendis en á hinum Norðurlöndunum og sérstaklega hefði kveðið rammt að slíkum skipunum á síðustu árum. Dæmi um það eru skipanir Tómasar Inga Olrich, fyrrverandi menntamálaráðherra, Júlíusar Hafstein og Markúsar Arnar Antonssonar. Að öllu þessu sögðu þarf ekki að koma á óvart að framlag úr ríkissjóði til sendiráðanna hefur aukist jafnt og þétt. Það var árið 2003 1.654 milljónir en í ár er gert ráð fyrir að 1.803 milljónir renni til þessa málaflokks. Þá sem áhyggjur hafa af því að útgjöld muni aukast enn vegna ræðismannsskrifstofunnar í Þórshöfn má hugga með því að í staðinn verður fækkað um einn útsendan fulltrúa í Stokkhólmi og húsnæði hans þar selt. Fréttir Innlent Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Fleiri fréttir Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Sjá meira
Á kjörtímabilinu sem nú er að ljúka hafa sautján nýir sendiherrar verið skipaðir í embætti á vegum utanríkisráðuneytisins og tvö ný sendiráð opnuð. Framlag úr ríkissjóði til sendiráða Íslands hefur hækkað nokkuð til samræmis við það. Í dag var ræðismannsskrifstofa Íslands opnuð í Færeyjum, sem að líkindum verður síðasta íslenska sendiskriftstofan sem tekin verður í notkun á erlendri grund þetta kjörtímabilið. Óhætt er að segja að umsvif utanríkisráðuneytisins hafi aukist nokkuð á þessum árum. Þannig var ný sendiskrifstofa opnuð í Nýju-Delí á Indlandi og önnur í Róm tekin í notkun eftir nokkurt hlé. Þá var sendiráð Íslands í Mapútó í Mósambík flutt til Pretoríu í Suður-Afríku. Frá árinu 2004 hafa svo skrifstofur Þróunarsamvinnustofnunar Íslands í Afríku haft stöðu sendiráða gagnvart þeim sex ríkjum þar sem þær starfa. Alls eru því 29 íslenskar sendiskrifstofur starfræktar erlendis. Þegar kemur að sjálfum sendiherrunum kemur í ljós að síðastliðin fjögur ár hafa sautján slíkir verið skipaðir. Fyrstu fimmtán mánuði kjörtímabilsins skipaði Halldór Ásgrímsson fimm sendiherra, Davíð Oddsson skipaði svo níu árið sem hann sat í embætti, Geir Haarde þrjá en Valgerður Sverrisdóttir engan. Á dögunum gagnrýndi starfsmannaráð flutningsskyldra starfsmanna í utanríkisþjónustunni að hlutfall pólitískt skipaðra sendiherra væri hærra hérlendis en á hinum Norðurlöndunum og sérstaklega hefði kveðið rammt að slíkum skipunum á síðustu árum. Dæmi um það eru skipanir Tómasar Inga Olrich, fyrrverandi menntamálaráðherra, Júlíusar Hafstein og Markúsar Arnar Antonssonar. Að öllu þessu sögðu þarf ekki að koma á óvart að framlag úr ríkissjóði til sendiráðanna hefur aukist jafnt og þétt. Það var árið 2003 1.654 milljónir en í ár er gert ráð fyrir að 1.803 milljónir renni til þessa málaflokks. Þá sem áhyggjur hafa af því að útgjöld muni aukast enn vegna ræðismannsskrifstofunnar í Þórshöfn má hugga með því að í staðinn verður fækkað um einn útsendan fulltrúa í Stokkhólmi og húsnæði hans þar selt.
Fréttir Innlent Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Fleiri fréttir Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Sjá meira