Viðskipti erlent

Hætt við yfirtöku á þýsku raforkufyrirtæki

Eitt af raforkuverum Endesa á norðvestur Spáni.
Eitt af raforkuverum Endesa á norðvestur Spáni. Mynd/AFP

Þýski orkurisinn E.On hefur dregið til baka yfirtökutilboð sitt í spænska raforkufyrirtækið Endesa. Yfirtökutilboðið, sem hljóðaði upp á 42,3 milljarða evrur, 3.740 milljarða íslenskra króna, var afar umdeilt og lenti meðal annars inni á borði framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.

Að sögn forsvarsmanna þýska orkufyrirtækisins var andstaðan gegn yfirtökunni of víðtæk og var því ákveðið að hún nyti lítils stuðnings. Hafi því verið ákveðið að draga það til baka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×