Ákvörðun um kosningar í Úkraínu endanleg 3. apríl 2007 18:49 Viktor Jústsjenkó forseti Úkraínu segir að ákvörðun sín um að rjúfa þing og boða til kosninga sé endanleg og varar andstæðinga sína við að efna til uppþota. Þúsundir söfnuðust saman í höfuðborginni Kænugarði í dag til að mótmæla ákvörðun forsetans. Loftið hefur verið lævi blandið í Úkraínu í dag eftir að forseti landsins, Viktor Jústjenkó, ákvað skyndilega að rjúfa þing og boða til kosninga í lok maí. Ástæða ákvörðunarinnar er grimmileg valdabarátta þeirra Viktors Janukovits, forsætsráðherra. Á undanförnum mánuðum hefur Janukovits tekist að lokka yfir í þinglið sitt fjölmarga flokksbræður Jústsjenkós. Ekki vantar mikið upp á að ríkisstjórn hans hafi nægilegan styrk til að beita neitunarvaldi gegn ákvörðunum forsetans. Þetta segir Jústjenkó hins vegar brjóta í bága við stjórnarskrána því einungis flokkar en ekki einstaklingar mega söðla um, og því hafi þingrof verið eina lausnin. Janukovits brást ókvæða við ákvörðun forsetans og sagði hann hafa gert afdrifarík mistök. Þá neituðu nokkrir stuðningsmanna hans á þinginu að leggja niður störf og kröfðust þess að stjórnlagadómstóll landsins ógilti ákvörðunina. Jústsjenkó kallaði Janukovits á sinn fund í dag og tjáði honum að sér yrði ekki haggað og varaði hann um leið við því að efna til uppþota. Nokkur þúsund manns hafa síðan í gærkvöld tekið sér stöðu fyrir utan þinghúsið og mótmælt þingrofinu á friðsamlegan hátt, á sama torgi og appelsínugula byltingin svonefnda hófst haustið 2004 þegar þessir erkifjendur börðust um forsetaembættið. Fréttir Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira
Viktor Jústsjenkó forseti Úkraínu segir að ákvörðun sín um að rjúfa þing og boða til kosninga sé endanleg og varar andstæðinga sína við að efna til uppþota. Þúsundir söfnuðust saman í höfuðborginni Kænugarði í dag til að mótmæla ákvörðun forsetans. Loftið hefur verið lævi blandið í Úkraínu í dag eftir að forseti landsins, Viktor Jústjenkó, ákvað skyndilega að rjúfa þing og boða til kosninga í lok maí. Ástæða ákvörðunarinnar er grimmileg valdabarátta þeirra Viktors Janukovits, forsætsráðherra. Á undanförnum mánuðum hefur Janukovits tekist að lokka yfir í þinglið sitt fjölmarga flokksbræður Jústsjenkós. Ekki vantar mikið upp á að ríkisstjórn hans hafi nægilegan styrk til að beita neitunarvaldi gegn ákvörðunum forsetans. Þetta segir Jústjenkó hins vegar brjóta í bága við stjórnarskrána því einungis flokkar en ekki einstaklingar mega söðla um, og því hafi þingrof verið eina lausnin. Janukovits brást ókvæða við ákvörðun forsetans og sagði hann hafa gert afdrifarík mistök. Þá neituðu nokkrir stuðningsmanna hans á þinginu að leggja niður störf og kröfðust þess að stjórnlagadómstóll landsins ógilti ákvörðunina. Jústsjenkó kallaði Janukovits á sinn fund í dag og tjáði honum að sér yrði ekki haggað og varaði hann um leið við því að efna til uppþota. Nokkur þúsund manns hafa síðan í gærkvöld tekið sér stöðu fyrir utan þinghúsið og mótmælt þingrofinu á friðsamlegan hátt, á sama torgi og appelsínugula byltingin svonefnda hófst haustið 2004 þegar þessir erkifjendur börðust um forsetaembættið.
Fréttir Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira