Mikil fákeppni á íslenskum farsímamarkaði 3. apríl 2007 19:04 Forstjóri Póst-og fjarskiptastofnunar segir mikla fákeppni á íslenskum farsímamarkaði hafa orðið til þess að tíðniheimildir fyrir farsíma voru boðnar út. Verð á farsímanotkun sé hærra hér á landi en hjá hinum norðurlöndunum. Tvö svissnesk fyrirtæki áttu besta tilboðið. Póst- og fjarskiptastofnun veitir á næstu dögum tíðniheimildir til tveggja nýrra farsímaneta. Fjögur símafyrirtæki hafa sóst eftir heimild, tvö svissnesk og tvö íslensk. Svissnesku símafyrirtækin Amitelo og Bebbicell áttu bestu tilboðin. Þau buðu mestu útbreiðsluna á sem skemmstum tíma. Amitelo bauð 95 % útbreiðslu á landinu eftir þrjú ár og Bebbicell tæplega 94% útbreiðslu eftir þrjú ár. Þetta er aðeins minni útbreiðsla en Síminn og Vodafone en þeirra símkerfi eru með 98 % útbreiðslu á landinu. Íslensku fyrirtækin sem sóttu einnig um voru IP-fjarskipti og Núll níu Mobile. Hrafnkell Gíslason forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar segir markmiðið með útboðinu að herða samkeppni á farsímamarkaði hér á landi. Hann segir að í samnorrænni skýrslu hafi komið fram að farsímanotkun væri að aukast hér á landi en annars staðar og verðin hækka að sama skapi. Verðsamkeppni hér á landi sé ekki í samræmi við það sem sjáist víða erlendis. Fái svissnesku símafyrirtækin tíðniheimildirnar þurfa þau að setja upp sendistöðvar á höfuðborgarsvæðinu og um allt land. Hrafnkell segir kostnaðinn við það geta hlaupið á hundruðum milljóna króna. Útbreiðslan sem fyrirtækin bjóði skipti mestu máli við mat umsækjenda. Innlent Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Sjá meira
Forstjóri Póst-og fjarskiptastofnunar segir mikla fákeppni á íslenskum farsímamarkaði hafa orðið til þess að tíðniheimildir fyrir farsíma voru boðnar út. Verð á farsímanotkun sé hærra hér á landi en hjá hinum norðurlöndunum. Tvö svissnesk fyrirtæki áttu besta tilboðið. Póst- og fjarskiptastofnun veitir á næstu dögum tíðniheimildir til tveggja nýrra farsímaneta. Fjögur símafyrirtæki hafa sóst eftir heimild, tvö svissnesk og tvö íslensk. Svissnesku símafyrirtækin Amitelo og Bebbicell áttu bestu tilboðin. Þau buðu mestu útbreiðsluna á sem skemmstum tíma. Amitelo bauð 95 % útbreiðslu á landinu eftir þrjú ár og Bebbicell tæplega 94% útbreiðslu eftir þrjú ár. Þetta er aðeins minni útbreiðsla en Síminn og Vodafone en þeirra símkerfi eru með 98 % útbreiðslu á landinu. Íslensku fyrirtækin sem sóttu einnig um voru IP-fjarskipti og Núll níu Mobile. Hrafnkell Gíslason forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar segir markmiðið með útboðinu að herða samkeppni á farsímamarkaði hér á landi. Hann segir að í samnorrænni skýrslu hafi komið fram að farsímanotkun væri að aukast hér á landi en annars staðar og verðin hækka að sama skapi. Verðsamkeppni hér á landi sé ekki í samræmi við það sem sjáist víða erlendis. Fái svissnesku símafyrirtækin tíðniheimildirnar þurfa þau að setja upp sendistöðvar á höfuðborgarsvæðinu og um allt land. Hrafnkell segir kostnaðinn við það geta hlaupið á hundruðum milljóna króna. Útbreiðslan sem fyrirtækin bjóði skipti mestu máli við mat umsækjenda.
Innlent Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Sjá meira