Umbreytingar framundan í lyfjaheiminum 4. apríl 2007 14:12 Björgólfur Thor Björgólfsson. Stjórn Actavis var sátt við að stjórnendur félagsins ákváðu að greiða ekki yfirverð fyrir bréf í króatíska samheitalyfjafyrirtækið Pliva þegar fyrirtækið barðist um þann bita við bandaríska lyfjafyrirtækið Barr. Þetta sagði Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður og einn stærsti hluthafi Actavis, á aðalfundi félagsins í dag. Björgólfur sagði spennandi tíma framundan og líkur á umbreytingum í lyfjaheiminum á árinu. Björgólfur fór meðal annars yfir síðasta ár í sögu Actavis og sagðist hafa orðið glaður þegar félagið hlaut Íslensku þekkingarverðlaunin, í þriðja sinn á fjórum árum í febrúar fyrir yfirburða þekkingu á sviði yfirtaka, sameininga og samþættinga. „Þar fékkst staðfest, sem ég reyndar vissi fyrir, að fyrirtækinu hefur tekist að þróa skilvirkar aðferðir við yfirtökur og ytri vöxt sem meðal annars hafa leitt til lægra framleiðsluverðs, aukinnar hagkvæmni við sölu og dreifingu og fjölbreyttara lyfjaúrvals. Ánægjulegast er þó að jafnhliða markvissum ytri vexti hefur innri vöxtur verið stöðugur og ber þar helst að þakka traustum og öruggum rekstri á öllum helstu starfseiningum fyrirtækisins," sagði Björgólfur. Varðandi yfirtökukapphlaupið við Barr um Pliva sagði Björgólfur að hefði orðið af kaupum Actavis á félaginu þá hefði verðið sem hefði þurft að greiða verið hærra en nokkru sinni var hægt að réttlæta. „Þar sýndu stjórnendur félagsins dómgreind og mikinn þroska sem aðeins eykur tiltrú á félaginu," sagði Björgólfur. Actavis er eitt nokkurra fyrirtækja sem hug hafa á kaupum á samheitalyfjahluta þýska lyfjaframleiðandans Merck. Björgólfur sagði spennandi tíma framundan og muni árið að líkindum verða ár umbreytinga í lyfjaheiminum en kom ekki að öðru leyti inn á viðskiptin í ávarpi sínu. „Ég hef fulla trú á að félagið nýti þau tækifæri sem gefast og að okkur muni miða vel áfram að því marki okkar að Actavis verði í hópi þriggja stærstu samheitalyfjafyrirtækja í heiminum," sagði hann. Ræðan er í heild sinni hér að neðan. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira
Stjórn Actavis var sátt við að stjórnendur félagsins ákváðu að greiða ekki yfirverð fyrir bréf í króatíska samheitalyfjafyrirtækið Pliva þegar fyrirtækið barðist um þann bita við bandaríska lyfjafyrirtækið Barr. Þetta sagði Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður og einn stærsti hluthafi Actavis, á aðalfundi félagsins í dag. Björgólfur sagði spennandi tíma framundan og líkur á umbreytingum í lyfjaheiminum á árinu. Björgólfur fór meðal annars yfir síðasta ár í sögu Actavis og sagðist hafa orðið glaður þegar félagið hlaut Íslensku þekkingarverðlaunin, í þriðja sinn á fjórum árum í febrúar fyrir yfirburða þekkingu á sviði yfirtaka, sameininga og samþættinga. „Þar fékkst staðfest, sem ég reyndar vissi fyrir, að fyrirtækinu hefur tekist að þróa skilvirkar aðferðir við yfirtökur og ytri vöxt sem meðal annars hafa leitt til lægra framleiðsluverðs, aukinnar hagkvæmni við sölu og dreifingu og fjölbreyttara lyfjaúrvals. Ánægjulegast er þó að jafnhliða markvissum ytri vexti hefur innri vöxtur verið stöðugur og ber þar helst að þakka traustum og öruggum rekstri á öllum helstu starfseiningum fyrirtækisins," sagði Björgólfur. Varðandi yfirtökukapphlaupið við Barr um Pliva sagði Björgólfur að hefði orðið af kaupum Actavis á félaginu þá hefði verðið sem hefði þurft að greiða verið hærra en nokkru sinni var hægt að réttlæta. „Þar sýndu stjórnendur félagsins dómgreind og mikinn þroska sem aðeins eykur tiltrú á félaginu," sagði Björgólfur. Actavis er eitt nokkurra fyrirtækja sem hug hafa á kaupum á samheitalyfjahluta þýska lyfjaframleiðandans Merck. Björgólfur sagði spennandi tíma framundan og muni árið að líkindum verða ár umbreytinga í lyfjaheiminum en kom ekki að öðru leyti inn á viðskiptin í ávarpi sínu. „Ég hef fulla trú á að félagið nýti þau tækifæri sem gefast og að okkur muni miða vel áfram að því marki okkar að Actavis verði í hópi þriggja stærstu samheitalyfjafyrirtækja í heiminum," sagði hann. Ræðan er í heild sinni hér að neðan.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira