Ótti, ekki skeytingarleysi 5. apríl 2007 18:45 Leigubílsstjóri, sem varð vitni að því þegar hópur ungmenna gekk í skrokk á pari í Breiðholti í fyrradag, veitti árásarmönnunum eftirför eftir að hafa fengið þau skilaboð frá lögreglu að enginn lögreglubíll var tiltækur. Bílstjórinn segir ástæðu þess að enginn sjónarvotta kom parinu til hjálpar ekki vera skeytingarleysi heldur ótta. Það var um hábjartan dag að fimm ungmenni réðust að 16 ára dreng og 14 ára vinkonu hans um við Lóuhóla. Leigubílstjóri sem varð vitni að árásinni segist samstundis hafa haft samband við lögreglu. Þar fengust þau svör að enginn lögreglubíll væri tiltækur og spurt var hvort hún gæti veitt bifreið árásarmannanna eftirför sem úr varð. Á meðan eltingarleik leigubílstjórans, sem var með farþega í bílnum, við árásarmennina stóð segist hún hafa verið í stöðugu símsambandi við lögreglu. Ítrekað hafi verið reynt að kalla út lögreglubíl en þau svör borist að enginn gæti sinnt útkallinu. Hún segir þetta hafa gengið svona í um 10-15 mínútur, eða þar til komið var að Arnarbakka. Eftir að hafa gefið lögreglu upp númer á bifreið árásarmannanna lét hún staðar numið. Stefán Eiríksson lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins segir ekkert óeðlilegt við viðbragðstíma lögreglu. Bókanir sýni að hún var kominn til drengsins sem fyrir árásinni varð aðeins fáeinum mínútum eftir að hann hafði samband við lögreglu, enda hafi árásarmál forgang. Á sama tíma hafi annað teymi frá lögreglu lagt af stað til að leita árásarmennina uppi. Þeir fundust innan tveggja klukkutíma. Athygli vekur að enginn sjónarvotta kom parinu til hjálpar. Leigubílstjórinn segir útskýringuna þá að aðfarar árásarmannanna hafa verið slíkar að hvorki hún né aðrir hafi þorað að skerast í leikinn og hætta þannig lífi sínu, limum og eigum. Þó nokkrir hefðu hins vegar notað bílflauturnar sem hafi orðið til þess að árásarmennirnir stukku upp í bíl og reykspóluðu í burtu. Konan sem um ræðir segist ekki treysta sér til að koma fram í fjölmiðlum af ótta við hefndaraðgerðir. Innlent Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Sjá meira
Leigubílsstjóri, sem varð vitni að því þegar hópur ungmenna gekk í skrokk á pari í Breiðholti í fyrradag, veitti árásarmönnunum eftirför eftir að hafa fengið þau skilaboð frá lögreglu að enginn lögreglubíll var tiltækur. Bílstjórinn segir ástæðu þess að enginn sjónarvotta kom parinu til hjálpar ekki vera skeytingarleysi heldur ótta. Það var um hábjartan dag að fimm ungmenni réðust að 16 ára dreng og 14 ára vinkonu hans um við Lóuhóla. Leigubílstjóri sem varð vitni að árásinni segist samstundis hafa haft samband við lögreglu. Þar fengust þau svör að enginn lögreglubíll væri tiltækur og spurt var hvort hún gæti veitt bifreið árásarmannanna eftirför sem úr varð. Á meðan eltingarleik leigubílstjórans, sem var með farþega í bílnum, við árásarmennina stóð segist hún hafa verið í stöðugu símsambandi við lögreglu. Ítrekað hafi verið reynt að kalla út lögreglubíl en þau svör borist að enginn gæti sinnt útkallinu. Hún segir þetta hafa gengið svona í um 10-15 mínútur, eða þar til komið var að Arnarbakka. Eftir að hafa gefið lögreglu upp númer á bifreið árásarmannanna lét hún staðar numið. Stefán Eiríksson lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins segir ekkert óeðlilegt við viðbragðstíma lögreglu. Bókanir sýni að hún var kominn til drengsins sem fyrir árásinni varð aðeins fáeinum mínútum eftir að hann hafði samband við lögreglu, enda hafi árásarmál forgang. Á sama tíma hafi annað teymi frá lögreglu lagt af stað til að leita árásarmennina uppi. Þeir fundust innan tveggja klukkutíma. Athygli vekur að enginn sjónarvotta kom parinu til hjálpar. Leigubílstjórinn segir útskýringuna þá að aðfarar árásarmannanna hafa verið slíkar að hvorki hún né aðrir hafi þorað að skerast í leikinn og hætta þannig lífi sínu, limum og eigum. Þó nokkrir hefðu hins vegar notað bílflauturnar sem hafi orðið til þess að árásarmennirnir stukku upp í bíl og reykspóluðu í burtu. Konan sem um ræðir segist ekki treysta sér til að koma fram í fjölmiðlum af ótta við hefndaraðgerðir.
Innlent Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Sjá meira