Erlent

Páfinn minnist auðmýktar Jesú

Benedikt páfi sést hér þvo fætur eins prestsins. Ástæðan fyrir fótaþvottinum er að minnast auðmýktar Jesú kvöldið áður en hann var krossfestur.
Benedikt páfi sést hér þvo fætur eins prestsins. Ástæðan fyrir fótaþvottinum er að minnast auðmýktar Jesú kvöldið áður en hann var krossfestur. MYND/AFP

Benedikt páfi þvoði og þurrkaði fætur 12 manna við hátíðlega Skírdagsathöfn í Vatíkaninu í dag. Athöfnin er haldin til þess að minnast þess hversu auðmjúkur Jesú var kvöldið áður en hann var krossfestur.

Í ræðu sinni bað páfi alla kaþólikka að reyna að hreinsa hjarta sitt. Hann minntist einnig á það að prestar þyrftu að leita að eigin göllum og leyfa trúnni að hjálpa sér að losa sig við þá.

Á morgun mun páfinn halda tvær athafnir til þess að minnast krossfestingarinnar. Þar á meðal er ganga í kringum Colosseum. Á laugardagskvöldið verður síðan páskamessa og á sunnudaginn mun páfi flytja ræðu sína „Urbi et Orbi" eða „Til borgarinnar og heimsins".




Fleiri fréttir

Sjá meira


×