Tvísýnt um tilboð í Sainbury 6. apríl 2007 07:00 Ein af verslunum Sainsbury. Mynd/AFP Litlu munaði í gær að ekkert yrði úr yfirtökutilboði fjárfestahópsins CVC og fleiri sjóða í bresku matvörukeðjuna Sainsbury þegar nokkrir stórir hluthafar settu sig upp á móti tilboðinu. Reiknað er með að tilboðið hljóði upp á um 10 milljarða punda, jafnvirði um 1.300 milljarða íslenskra króna. Hluthafarnir, sem fara saman með um 20 prósenta hlut í þessari þriðju stærstu matvörukeðju Bretlandseyja, segjast ekki sætta sig við neitt tilboð undir 600 pensum á hlut. Samkvæmt því tilboði sem legið hefur í loftinu er CVC reiðubúið til að greiða á bilinu 550 til 555 pens fyrir hlutinn. Gengi bréfa í Sainsbury stóð í 561 pensi á hlut við lokun markaða í gær. Það jafngildir því að gengið hafi hækkað um 29 prósent frá janúarlokum þegar CVC lýsti því fyrst yfir að áhugi væri fyrir yfirtöku á matvörukeðjunni. Fjárfestasjóðurinn CVC fer fyrir hópi fjárfesta sem hug hafa á að gera yfirtökutilboð í Sainsbury. Forsvarsmenn sjóðsins leituðu til stjórnar Sainsburys í gærmorgun og lýstu yfir formlegum áhuga á félaginu með það fyrir augum að stjórnin leyfði þeim að glugga í efnahagsreikninga áður en tilboð verður lagt fram. Lokafrestur til að gera slíkt rennur út á föstudag eftir viku. Auk CVC eru í hópinum fjárfestasjóðirnir Blackstone Group og Texas Pacific. Hópurinn Kohlberg, Kravis og Roberts (KKR) dró sig úr hópnum í gær en sjóður þeirra, sem er á meðal stærstu fjárfestingasjóða í heimi, ætlar að einbeita sér að yfirtöku á breska lyfjafyrirtækinu Alliance Boots, einu stærsta fyrirtæki í þessum geira í Bretlandi. Tilboð sjóðsins er jafnhátt yfirtökutilboði sjóðanna allra í Sainsbury. Verði gengið að yfirtökutilboðinu í Sainbury verða þetta stærstu fyrirtækjakaup í Bretlandi til þessa. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Litlu munaði í gær að ekkert yrði úr yfirtökutilboði fjárfestahópsins CVC og fleiri sjóða í bresku matvörukeðjuna Sainsbury þegar nokkrir stórir hluthafar settu sig upp á móti tilboðinu. Reiknað er með að tilboðið hljóði upp á um 10 milljarða punda, jafnvirði um 1.300 milljarða íslenskra króna. Hluthafarnir, sem fara saman með um 20 prósenta hlut í þessari þriðju stærstu matvörukeðju Bretlandseyja, segjast ekki sætta sig við neitt tilboð undir 600 pensum á hlut. Samkvæmt því tilboði sem legið hefur í loftinu er CVC reiðubúið til að greiða á bilinu 550 til 555 pens fyrir hlutinn. Gengi bréfa í Sainsbury stóð í 561 pensi á hlut við lokun markaða í gær. Það jafngildir því að gengið hafi hækkað um 29 prósent frá janúarlokum þegar CVC lýsti því fyrst yfir að áhugi væri fyrir yfirtöku á matvörukeðjunni. Fjárfestasjóðurinn CVC fer fyrir hópi fjárfesta sem hug hafa á að gera yfirtökutilboð í Sainsbury. Forsvarsmenn sjóðsins leituðu til stjórnar Sainsburys í gærmorgun og lýstu yfir formlegum áhuga á félaginu með það fyrir augum að stjórnin leyfði þeim að glugga í efnahagsreikninga áður en tilboð verður lagt fram. Lokafrestur til að gera slíkt rennur út á föstudag eftir viku. Auk CVC eru í hópinum fjárfestasjóðirnir Blackstone Group og Texas Pacific. Hópurinn Kohlberg, Kravis og Roberts (KKR) dró sig úr hópnum í gær en sjóður þeirra, sem er á meðal stærstu fjárfestingasjóða í heimi, ætlar að einbeita sér að yfirtöku á breska lyfjafyrirtækinu Alliance Boots, einu stærsta fyrirtæki í þessum geira í Bretlandi. Tilboð sjóðsins er jafnhátt yfirtökutilboði sjóðanna allra í Sainsbury. Verði gengið að yfirtökutilboðinu í Sainbury verða þetta stærstu fyrirtækjakaup í Bretlandi til þessa.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira