Ráðist á Ísland, ekki Íran 9. apríl 2007 13:28 Gætum farið að sjá þessar þyrlur á íslenskum næturhimni. MYND/AFP Bandarískur háskólaprófessor birti í dag grein á vefsíðu Princeton háskóla í Bandaríkjunum. Í henni leggur hann til að ráðist verði á Ísland í stað Íran og að slík árás geti hagnast öllum, jafnvel Íslendingum. Prófessorinn, sem heitir Uwe E. Reinhardt, tiltekur nokkrar ástæður í grein sinni.Ísland er frábært skotmark þar sem engin hætta er á að skjóta á önnur lönd.Ísland er mikið nær en Íran. Sprengjuflugvélar gætu flogið til Íslands, varpað sprengjum, flugmennirnir haldið áfram til Englands og skroppið á pöbbinn á meðan hinir vingjarnlegur Bretar fylltu á sprengjurnar. Síðan myndu flugmennirnir fljúga til baka og vera komnir heim fyrir kvöldmat.Það sást til skuggalegs manns panta sér gula köku af skuggalegri gengilbeinu. Eflaust ekkert athugavert en einfalt væri að líta á þetta sem alvarlegan atburð sem útheimti sprengjuárásir. Og svona heldur prófessorinn áfram. Næst leggur hann til að Reykjavík verði byggð upp á ný eftir að sprengingunum er lokið og að bandarískum fyrirtækjum verði veittir samningarnir. Þannig sé hægt að auka á góðæri í landinu þar sem peningar myndu streyma inn í landið og atvinnumöguleikar margfaldast - það þyrfti jú að byggja allt upp á nýtt. Einnig kemur Reinhardt inn á möguleikana sem felast í markaðssetningu á stríðinu sjálfu. Stríð við Ísland gæti jafnvel slegið út sjálfa Idol keppnina í áhorfi. Stríðið yrði síðan fjármagnað af Japönum og Kínverjum, rétt eins og þeir hafa fjármagnað stríðsrekstur Bandaríkjamanna í Írak og Afganistan. Lokaorð Reinhardts eru á þessa leið:„Með því að ráðast á Íran eigum við á hættu að gera okkur að fíflum einu sinni enn, rétt eins og þegar við réðumst á Írak. Af hverju taka áhættuna? Árás á Ísland, fjármögnuð með sölu ríkisskuldabréfa myndi (1) nútímavæða Ísland, (2) skapa fjármagn í bandaríska hagkerfinu, (3) sýna fram á hermátt okkar um allan heim og (4) vera ódýrara. Það hagnast allir á þessu." Grein Reinhardts er hægt að sjá hér. Innlent Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Bandarískur háskólaprófessor birti í dag grein á vefsíðu Princeton háskóla í Bandaríkjunum. Í henni leggur hann til að ráðist verði á Ísland í stað Íran og að slík árás geti hagnast öllum, jafnvel Íslendingum. Prófessorinn, sem heitir Uwe E. Reinhardt, tiltekur nokkrar ástæður í grein sinni.Ísland er frábært skotmark þar sem engin hætta er á að skjóta á önnur lönd.Ísland er mikið nær en Íran. Sprengjuflugvélar gætu flogið til Íslands, varpað sprengjum, flugmennirnir haldið áfram til Englands og skroppið á pöbbinn á meðan hinir vingjarnlegur Bretar fylltu á sprengjurnar. Síðan myndu flugmennirnir fljúga til baka og vera komnir heim fyrir kvöldmat.Það sást til skuggalegs manns panta sér gula köku af skuggalegri gengilbeinu. Eflaust ekkert athugavert en einfalt væri að líta á þetta sem alvarlegan atburð sem útheimti sprengjuárásir. Og svona heldur prófessorinn áfram. Næst leggur hann til að Reykjavík verði byggð upp á ný eftir að sprengingunum er lokið og að bandarískum fyrirtækjum verði veittir samningarnir. Þannig sé hægt að auka á góðæri í landinu þar sem peningar myndu streyma inn í landið og atvinnumöguleikar margfaldast - það þyrfti jú að byggja allt upp á nýtt. Einnig kemur Reinhardt inn á möguleikana sem felast í markaðssetningu á stríðinu sjálfu. Stríð við Ísland gæti jafnvel slegið út sjálfa Idol keppnina í áhorfi. Stríðið yrði síðan fjármagnað af Japönum og Kínverjum, rétt eins og þeir hafa fjármagnað stríðsrekstur Bandaríkjamanna í Írak og Afganistan. Lokaorð Reinhardts eru á þessa leið:„Með því að ráðast á Íran eigum við á hættu að gera okkur að fíflum einu sinni enn, rétt eins og þegar við réðumst á Írak. Af hverju taka áhættuna? Árás á Ísland, fjármögnuð með sölu ríkisskuldabréfa myndi (1) nútímavæða Ísland, (2) skapa fjármagn í bandaríska hagkerfinu, (3) sýna fram á hermátt okkar um allan heim og (4) vera ódýrara. Það hagnast allir á þessu." Grein Reinhardts er hægt að sjá hér.
Innlent Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira