Erlent

Ástralir tvöfalda herafla sinn í Afganistan

Hamid Karzai, forseti Afganistan og John Howard, forsætisráðherra Ástralíu, í Kabúl í mars.
Hamid Karzai, forseti Afganistan og John Howard, forsætisráðherra Ástralíu, í Kabúl í mars. MYND/AFP

Ástralir hafa ákveðið að tvöfalda fjölda hermanna sem þeir hafa í Afganistan til þess að takast á við voráhlaup Talibana. Forsætisráðherra Ástralíu, John Howard, sagði að ef þetta yrði ekki gert myndi ekki sigur nást gegn talibönum. Hann varaði landsmenn sína jafnframt við því að sumir hermannanna myndu láta lífið.

Rúmlega 550 ástralskir hermenn eru staðsettir í Afganistan í dag. Howard gagnrýndi Evrópulönd sem að hafa neitað að auka við fjölda hermanna í Afganistan. Sum þeirra hafa þar að auki sent hermenn þangað en bannað þeim að taka þátt í bardögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×