Þjóðkirkjan er í allra þágu 12. apríl 2007 18:45 Biskup hefur óskað eftir því við prestana í Digranessókn að þjóna þeim fermingarbörnum sem til þeirra leita. Prestur þar neitaði að ferma stúlku úr Fríkirkjusöfnuðinum nema móðir hennar gengi til liðs við Þjóðkirkjuna. Séra Jóna Hrönn Bolladóttir segir alla velkomna í sína kirkju.Móðir unglingsstúlku sem vildi fermast með bekkjarfélögum sínum í Digraneskirkju sagði í fréttum okkar í gær að prestur þar hefði neitað henni um fermingu nema móðirin og stúlkan gengju úr Fríkirkjunni og í Þjóðkirkjuna. Þetta mun vera regla í Digranessókn að veita einungis fermingarfræðslu þeim unglingum sem eru skráðir í Þjóðkirkjuna. Eftir því sem næst verður komist er Digraneskirkja sú eina sem hefur úthýst fermingarbörnum úr öðrum trúfélögum. Hjá Biskupsstofu í dag fengust þær upplýsingar að biskup Íslands hefði í haust beint þeim tilmælum til prestanna í Digranessókn að þjónusta þau fermingarbörn sem til þeirra leituðu.Fréttastofa ræddi við presta í dag og allir kváðust þeir veita fermingarfræðslu og aðra kirkjulega þjónustu óháð því hvar fólk væri skráð í trúfélag. Fjöldi nýbúa býr í Fellasókn og sóknarpresturinn þar, séra Svavar Stefánsson, segir að í sinni tíð hafi engu fermingarbarni verið vísað frá vegna trúarbragða eða trúfélags. Séra Jóna Hrönn Bolladóttir segir líka alla velkomna í sína kirkju. "Það er nú þannig í Þjóðkirkjunni að hún er í þágu allra."Forsenda Þjóðkirkju á Íslandi er að veita þjónustu á breiðum grunni, segir Jóna Hrönn. Kirkjan hafi leitast við að styðja sérstaklega innflytjendur og þeim sem búa við bág kjör. Hún segir það ekki sitt að dæma prestana í Digraneskirkju. "Ég hugsa að þeir hafi sett ákveðið hugmyndakerfi sem er að auka sóknar- og safnaðarvitund fólks í landinu. Það er þannig á stór-höfuðborgarsvæðinu að það eru mjög óskýr sóknarmörk og það væri auðvitað mjög gaman að við gætum haft meiri safnaðar- og sóknarvitund. En það er bara mjög erfitt og þeir eru kannski að stíga skref sem kallar á hörð viðbrögð. En í mínu prestakalli þá læt ég mín sóknarbörn ganga fyrir vegna þess að ég er manneskja og get ekki unnið allan sólarhringinn. Þess vegna gengur það fólk að sjálfsögðu fyrir. En á meðan ég hef örendi og tíma og heilsu þá reyni ég auðvitað að þjóna öllum." Fréttir Innlent Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Sjá meira
Biskup hefur óskað eftir því við prestana í Digranessókn að þjóna þeim fermingarbörnum sem til þeirra leita. Prestur þar neitaði að ferma stúlku úr Fríkirkjusöfnuðinum nema móðir hennar gengi til liðs við Þjóðkirkjuna. Séra Jóna Hrönn Bolladóttir segir alla velkomna í sína kirkju.Móðir unglingsstúlku sem vildi fermast með bekkjarfélögum sínum í Digraneskirkju sagði í fréttum okkar í gær að prestur þar hefði neitað henni um fermingu nema móðirin og stúlkan gengju úr Fríkirkjunni og í Þjóðkirkjuna. Þetta mun vera regla í Digranessókn að veita einungis fermingarfræðslu þeim unglingum sem eru skráðir í Þjóðkirkjuna. Eftir því sem næst verður komist er Digraneskirkja sú eina sem hefur úthýst fermingarbörnum úr öðrum trúfélögum. Hjá Biskupsstofu í dag fengust þær upplýsingar að biskup Íslands hefði í haust beint þeim tilmælum til prestanna í Digranessókn að þjónusta þau fermingarbörn sem til þeirra leituðu.Fréttastofa ræddi við presta í dag og allir kváðust þeir veita fermingarfræðslu og aðra kirkjulega þjónustu óháð því hvar fólk væri skráð í trúfélag. Fjöldi nýbúa býr í Fellasókn og sóknarpresturinn þar, séra Svavar Stefánsson, segir að í sinni tíð hafi engu fermingarbarni verið vísað frá vegna trúarbragða eða trúfélags. Séra Jóna Hrönn Bolladóttir segir líka alla velkomna í sína kirkju. "Það er nú þannig í Þjóðkirkjunni að hún er í þágu allra."Forsenda Þjóðkirkju á Íslandi er að veita þjónustu á breiðum grunni, segir Jóna Hrönn. Kirkjan hafi leitast við að styðja sérstaklega innflytjendur og þeim sem búa við bág kjör. Hún segir það ekki sitt að dæma prestana í Digraneskirkju. "Ég hugsa að þeir hafi sett ákveðið hugmyndakerfi sem er að auka sóknar- og safnaðarvitund fólks í landinu. Það er þannig á stór-höfuðborgarsvæðinu að það eru mjög óskýr sóknarmörk og það væri auðvitað mjög gaman að við gætum haft meiri safnaðar- og sóknarvitund. En það er bara mjög erfitt og þeir eru kannski að stíga skref sem kallar á hörð viðbrögð. En í mínu prestakalli þá læt ég mín sóknarbörn ganga fyrir vegna þess að ég er manneskja og get ekki unnið allan sólarhringinn. Þess vegna gengur það fólk að sjálfsögðu fyrir. En á meðan ég hef örendi og tíma og heilsu þá reyni ég auðvitað að þjóna öllum."
Fréttir Innlent Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Sjá meira