Verðbólga mælist 5,3 prósent 16. apríl 2007 09:00 Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,6 prósentustig á milli mánaða í apríl og jafngildir það því að verðbólga síðastliðna 12 mánuði mælist 5,3 prósent, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Greiningardeildir viðskiptabankanna höfðu spáð því að vísitalan myndi mælast 5,1 til 5,3 prósent. Kostnaður vegna eigin húsnæðis jókst um 2,5 prósent nær eingöngu vegna hækkunar markaðsverðs og verð á fötum og skóm hækkaði um 5,5 prósent á sama tíma þar sem ekki gætir lengur áhrifa af útsölum. Þá lækkaði verð á mat- og drykkjarvörum um 0,9 prósent og koma þar meðal annars fram áhrif af niðurfellingu vörugjalds af nokkrum flokkum matvæla, að sögn Hagstofunnar. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkað um 3,2 prósent. Greiningardeildir Glitnis og Landsbankans spáðu því að verðlag myndi hækka um 0,4 prósent og færi verðbólga við það niður í 5,1 prósent. Greiningardeild Kaupþings sagði hins vegar í verðbólguspá sinni í síðustu viku, að vísitala neysluverð myndi hækka um 0,6 prósent og mynd verðbólga fara í 5,3 prósent við það. Deildirnar eru allar sammála um að hækkandi fasteignaverð og verð á bensíni og olíu vegi hátt til hækkunar á vísitölunni. Á móti vegi vænt lækkun á verðskrám hótela og veitingastaða ásamt vægri lækkun matarverðs. Greiningardeild Glitnis bendir reyndar á að nokkrir liðir hafi hækkað meira en gert hafi verið ráð fyrir í síðustu verðbólguspá bankans undir lok síðasta mánaðar. Þar á meðal eru húsnæðisliðir og verð á bensíni og olíu, sem hafi hækkað um 1,7 prósent frá því spáin kom út. Greiningardeild Landsbankans gerði ráð fyrir 4 prósenta verðhækkun á fatnaði vegna útsöluloka og einnig hefur eldsneytisverð hækkað það sem af er mánuði, eða um rúmlega 1 prósent. Spáir deildin því að tólf mánaða verðbólga muni halda áfram að lækka næstu mánuði og verði komin í námunda við verðbólgumarkmið Seðlabankans í haust. Greiningardeild Kaupþings sagði nokkra óvissuþætti geta hækkað vísitöluna. Verð á bensíni og olíu hafi hækkað samhliða hækkunum á heimsmarkaðsverði á hráolíu, sem hafi náð hæsta gildi sínu á árinu í síðustu viku. Þá vegi hækkun á fasteignaverði mikið. Sagði greiningardeildin að fasteignaverð hafi hækkað um 2,6 prósent og virðist sem markaðurinn hafi tekið vel við sér í byrjun árs. Veltutölur á fasteignarmarkaði í mars bendi til að eftirspurn hafi verið að aukast í mánuðinum. Deildin segir tólf mánaða verðbólgu halda áfram að lækka á næstu mánuðum en að talsverður verðbólguþrýstingur í hagkerfinu og megi því gera ráð fyrir einhverri töf á að verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands verði náð. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,6 prósentustig á milli mánaða í apríl og jafngildir það því að verðbólga síðastliðna 12 mánuði mælist 5,3 prósent, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Greiningardeildir viðskiptabankanna höfðu spáð því að vísitalan myndi mælast 5,1 til 5,3 prósent. Kostnaður vegna eigin húsnæðis jókst um 2,5 prósent nær eingöngu vegna hækkunar markaðsverðs og verð á fötum og skóm hækkaði um 5,5 prósent á sama tíma þar sem ekki gætir lengur áhrifa af útsölum. Þá lækkaði verð á mat- og drykkjarvörum um 0,9 prósent og koma þar meðal annars fram áhrif af niðurfellingu vörugjalds af nokkrum flokkum matvæla, að sögn Hagstofunnar. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkað um 3,2 prósent. Greiningardeildir Glitnis og Landsbankans spáðu því að verðlag myndi hækka um 0,4 prósent og færi verðbólga við það niður í 5,1 prósent. Greiningardeild Kaupþings sagði hins vegar í verðbólguspá sinni í síðustu viku, að vísitala neysluverð myndi hækka um 0,6 prósent og mynd verðbólga fara í 5,3 prósent við það. Deildirnar eru allar sammála um að hækkandi fasteignaverð og verð á bensíni og olíu vegi hátt til hækkunar á vísitölunni. Á móti vegi vænt lækkun á verðskrám hótela og veitingastaða ásamt vægri lækkun matarverðs. Greiningardeild Glitnis bendir reyndar á að nokkrir liðir hafi hækkað meira en gert hafi verið ráð fyrir í síðustu verðbólguspá bankans undir lok síðasta mánaðar. Þar á meðal eru húsnæðisliðir og verð á bensíni og olíu, sem hafi hækkað um 1,7 prósent frá því spáin kom út. Greiningardeild Landsbankans gerði ráð fyrir 4 prósenta verðhækkun á fatnaði vegna útsöluloka og einnig hefur eldsneytisverð hækkað það sem af er mánuði, eða um rúmlega 1 prósent. Spáir deildin því að tólf mánaða verðbólga muni halda áfram að lækka næstu mánuði og verði komin í námunda við verðbólgumarkmið Seðlabankans í haust. Greiningardeild Kaupþings sagði nokkra óvissuþætti geta hækkað vísitöluna. Verð á bensíni og olíu hafi hækkað samhliða hækkunum á heimsmarkaðsverði á hráolíu, sem hafi náð hæsta gildi sínu á árinu í síðustu viku. Þá vegi hækkun á fasteignaverði mikið. Sagði greiningardeildin að fasteignaverð hafi hækkað um 2,6 prósent og virðist sem markaðurinn hafi tekið vel við sér í byrjun árs. Veltutölur á fasteignarmarkaði í mars bendi til að eftirspurn hafi verið að aukast í mánuðinum. Deildin segir tólf mánaða verðbólgu halda áfram að lækka á næstu mánuðum en að talsverður verðbólguþrýstingur í hagkerfinu og megi því gera ráð fyrir einhverri töf á að verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands verði náð.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira