Erlent

Norður-Kórea að slökkva á kjarnorkuveri sínu

Norður-kóreskur hermaður sést hér líta til Suður-kóreskra hermanna á varðstöð við landamæri ríkjanna tveggja.
Norður-kóreskur hermaður sést hér líta til Suður-kóreskra hermanna á varðstöð við landamæri ríkjanna tveggja. MYND/AFP

Norður-Kórea hefur þegar hafið störf við að slökkva á kjarnorkuveri sínu. Suður-kóreskir fjölmiðlar fullyrtu þetta í nótt. Bandarískar njósnamyndir sýna aukna starfsemi við kjarnorkuverið en Bandaríkjamenn telja að það sé merki um að verið sé að undirbúa að hætta starfsemi.

Suður-Kórea hefur íhugað að hætta mataraðstoð til Norður-Kóreu þangað til þeir myndu slökkva á kjarnorkuverinu og hugsanlegt er að það hafi haft áhrif. Einnig hjálpaði til að Norður-kóreskir embættismenn fengu aðgang að fjármunum sem höfðu verið frystir af Bandaríkjamönnum á síðasta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×