Hrottalegasta fjöldamorð í sögu Bandaríkjanna Jónas Haraldsson skrifar 17. apríl 2007 07:16 Nemendur sjást hér ferjaðir úr Norris Hall byggingunni eftir seinni skotárásina. MYND/AP Hrottalegasta fjöldamorð í sögu Bandaríkjanna var framið í tækniháskólanum í Virginíu í gær. 33 létu lífið, þar á meðal byssumaðurinn, og 15 særðust. Skotárásirnar voru tvær. Sú fyrri átti sér stað í heimavist klukkan korter yfir sjö um morgunin. Talið er að ungur maður hafi labbað inn og leitað að kærustunni sinni. Hann hafi síðan rifist við hana og skotið hana og aðstoðarmann á heimavistinni til bana. Lögregla kom fljótt á staðinn og taldi að maðurinn hefði yfirgefið skólalóðina. Henni var því ekki lokað heldur aðeins umræddri heimavist. Lögreglan hóf þá að rannsaka morðin tvö og taldi þau vera vegna heimiliserja. Tveimur tímum síðar hófst skothríð í verkfræði- og vísindabyggingu skólans, sem er um kílómetra í burtu frá heimavistinni. Þar lét 31 lífið og þar á meðal skotmaðurinn. Hann hafði lokað inngöngum í bygginguna með keðjum áður en hann gekk um og skaut að því er virðist án tilefnis og ástæðu á fólk í skólastofum. Hann var vopnaður tveimur skammbyssum. Lögregla kom á staðinn og þurfti að brjótast inn í bygginguna. Hún elti byssumanninnn uppi en kom að honum látnum. 15 að auki særðust í seinni árásinni. Lögreglan segir að lýsingum vitna á fyrri og þeim sem fannst látinn á vettvangi seinni árásinnar beri ekki alveg saman. Hún telur sig þó vita hver seinni skotmaðurinn er en hefur ekki enn viljað skýra frá nafni hans. Lögreglan var harðlega gagnrýnd fyrir viðbrögð sín við fyrstu árásinni og að hafa ekki lokað skólalóðinni strax. Hún sagði þó að um tuttugu og sex þúsund manns væru á skólalóðinni, auk starfsfólks, og að erfitt væri að gera öllum viðvart í einu. Erlent Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Hrottalegasta fjöldamorð í sögu Bandaríkjanna var framið í tækniháskólanum í Virginíu í gær. 33 létu lífið, þar á meðal byssumaðurinn, og 15 særðust. Skotárásirnar voru tvær. Sú fyrri átti sér stað í heimavist klukkan korter yfir sjö um morgunin. Talið er að ungur maður hafi labbað inn og leitað að kærustunni sinni. Hann hafi síðan rifist við hana og skotið hana og aðstoðarmann á heimavistinni til bana. Lögregla kom fljótt á staðinn og taldi að maðurinn hefði yfirgefið skólalóðina. Henni var því ekki lokað heldur aðeins umræddri heimavist. Lögreglan hóf þá að rannsaka morðin tvö og taldi þau vera vegna heimiliserja. Tveimur tímum síðar hófst skothríð í verkfræði- og vísindabyggingu skólans, sem er um kílómetra í burtu frá heimavistinni. Þar lét 31 lífið og þar á meðal skotmaðurinn. Hann hafði lokað inngöngum í bygginguna með keðjum áður en hann gekk um og skaut að því er virðist án tilefnis og ástæðu á fólk í skólastofum. Hann var vopnaður tveimur skammbyssum. Lögregla kom á staðinn og þurfti að brjótast inn í bygginguna. Hún elti byssumanninnn uppi en kom að honum látnum. 15 að auki særðust í seinni árásinni. Lögreglan segir að lýsingum vitna á fyrri og þeim sem fannst látinn á vettvangi seinni árásinnar beri ekki alveg saman. Hún telur sig þó vita hver seinni skotmaðurinn er en hefur ekki enn viljað skýra frá nafni hans. Lögreglan var harðlega gagnrýnd fyrir viðbrögð sín við fyrstu árásinni og að hafa ekki lokað skólalóðinni strax. Hún sagði þó að um tuttugu og sex þúsund manns væru á skólalóðinni, auk starfsfólks, og að erfitt væri að gera öllum viðvart í einu.
Erlent Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira