Verðbólga mælist 3,1 prósent í Bretlandi 17. apríl 2007 08:56 Mervyn King, seðlabankastjóri Englandsbanka, ásamt Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands. Mynd/AFP Nýjustu hagtölur bresku hagstofunnar benda til að verðbólga hafi mælst 3,1 prósent í Bretlandi í síðasta mánuði. Þetta er þvert á væntingar enda hefur verðbólga ekki verið hærri í áratug. Þetta þykir sömuleiðis nokkur skellur fyrir Englandsbanka sem ákvað fyrir tæpum hálfum mánuði að halda stýrivöxtum óbreyttum í 5,25 prósentum. Verðbólgutölurnar koma Bretum í opna skjöldu enda jókst hún um 0,5 prósentustig á milli mánaða. Breska ríkisútvarpið segir Mervyn King, seðlabankastjóra Englandsbanka, verða að gera stjórnvöldum grein fyrir því hvers vegna verðbólga hafi vaxið svo mikið á milli mánaða. Þetta mun vera fyrsta bréfið sem seðlabankastjóri hefur skrifað stjórnvöldum síðan bankanum var falin peningamálastjórn í Bretlandi árið 1997. Helsta ástæðan fyrir svo hárri verðbólgu er styrking breska pundsins, sem hefur ekki verið jafn hátt gagnvart bandaríkjadal síðan árið 1992. Af þessum sökum hafa Bretar í auknum mæli farið í innkaupaferðir til Bandaríkjanna. Á móti hefur styrkingin komið illa fyrir útflutningsfyrirtæki. Mjög líklegt er talið að stýrivextir verði hækkaðir um 25 punkta í næsta mánuði til að koma böndum á verðbólguna. Ekki er útilokað að Englandsbanki hækki stýrivextina umfram það eða hækki þá jafnt og þétt á næstu mánuðum. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Nýjustu hagtölur bresku hagstofunnar benda til að verðbólga hafi mælst 3,1 prósent í Bretlandi í síðasta mánuði. Þetta er þvert á væntingar enda hefur verðbólga ekki verið hærri í áratug. Þetta þykir sömuleiðis nokkur skellur fyrir Englandsbanka sem ákvað fyrir tæpum hálfum mánuði að halda stýrivöxtum óbreyttum í 5,25 prósentum. Verðbólgutölurnar koma Bretum í opna skjöldu enda jókst hún um 0,5 prósentustig á milli mánaða. Breska ríkisútvarpið segir Mervyn King, seðlabankastjóra Englandsbanka, verða að gera stjórnvöldum grein fyrir því hvers vegna verðbólga hafi vaxið svo mikið á milli mánaða. Þetta mun vera fyrsta bréfið sem seðlabankastjóri hefur skrifað stjórnvöldum síðan bankanum var falin peningamálastjórn í Bretlandi árið 1997. Helsta ástæðan fyrir svo hárri verðbólgu er styrking breska pundsins, sem hefur ekki verið jafn hátt gagnvart bandaríkjadal síðan árið 1992. Af þessum sökum hafa Bretar í auknum mæli farið í innkaupaferðir til Bandaríkjanna. Á móti hefur styrkingin komið illa fyrir útflutningsfyrirtæki. Mjög líklegt er talið að stýrivextir verði hækkaðir um 25 punkta í næsta mánuði til að koma böndum á verðbólguna. Ekki er útilokað að Englandsbanki hækki stýrivextina umfram það eða hækki þá jafnt og þétt á næstu mánuðum.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira