Erlent

Mannræningjar krefjast lausnargjalds

Alan Johnston
Alan Johnston MYND/AP
Mannræningjar BBC fréttamannsins, Alan Johnston, hafa krafist lausnargjalds upp á fimm milljón Bandaríkja dollara. Í gær biðluðu ættingjar mannsins til mannræningjana um lausn hans, þar sem áður óþekkt samtök Palestínumanna, Fylking einingar guðs og heilags stríðs, sögðust hafa tekið hann af lífi. Krafa um lausnargjaldið hefur því aftur gefið fjölskyldu Johnston von um að hann sé á lífi.

Hinum 44 ára gamla Alan Johnston var rænt á Gaza-svæðinu fyrir meira en mánuði síðan. Hann hefur unnið sem fréttamaður í 16 ár, þar af 3 á Gaza- svæðinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×