Stimpilgjöld verða felld niður 18. apríl 2007 18:53 Stimpilgjöld verða felld niður eins fljótt og þensla leyfir - sama hvaða flokkar komast til valda eftir kosningar. Allir stjórnmálaflokkar eru hlynntir afnámi stimpilgjalds.Oft þykja svör stjórnmálamanna loðin. Við höldum því áfram að spyrja flokkanna beinna spurninga um afstöðu þeirra til ýmissa mála. Í gær var það fjölskyldupólitík - í dag er það skattapólitík.Spurningarnar eru þrjár og sú fyrsta nokkuð flókin. Við spurðum: Ætlar þinn flokkur að samræma skattlagningu launafólks og þeirra sem lifa af fjármagnstekjum? Þeir sem lifa af fjármagnstekjum greiða innan við þriðjung þeirra skatta sem venjulegt launafólk reiðir fram. Þó njóta þeir barnabóta og vaxtabóta til jafns við aðra.Enginn svarar þessu beinlínis játandi nema Íslandshreyfingin og Baráttusamtökin. EN.· Vinstri grænir vísa til frumvarps formannsins um að fólk sem stundar enga launaða vinnu en hefur fjármagnstekjur yfir 6 milljónum reikni sér tekjur af hálfu starfi en fullu starfi fari þær yfir 24 milljónir.· Samfylkingin vill að skattur á lífeyristekjur og fjármagnstekjur séu samræmdar og Frjálslyndir að skattur af lífeyristekjum verði 10% eins og af fjármagnstekjum.· Framsókn bendir á að lögum samkvæmt eigi fjármagnstekjufólk að reikna sér laun.· Sjálfstæðisflokkurinn vill lækka skatta á einstaklinga og fyrirtæki á næsta kjörtímabili. Hann vill ekki hækka fjármagnstekjuskatt.Eitt hundrað og fimm hjón lifa eingöngu af fjármagnstekjum og voru með röskar átta milljónir í tekjur að meðaltali á ári. Þetta fólk greiðir ekkert útsvar en börnin þeirra ganga í skóla og njóta þjónustu sveitarfélaga til jafns við aðra.Því spyrjum við: Á að veita sveitarfélögunum hlutdeild í fjármagnstekjuskatti?· Já, segja Framsókn, Vinstri grænir og Íslandshreyfingin. Baráttusamtökin segja hvers vegna ekki?Hinir eru ekki eins afdráttarlausir.· Sjálfstæðisflokkur telur að hluta fjármagnstekjuskatts eigi að nýta til að styrkja stöðu sveitarfélaganna í landinu.· Kemur fyllilega til álita, segir Samfylkingin, sem telur óeðlilegt að fjármagnstekjufólk greiði ekki til samneyslunnar í sveitarfélaginu.Margir hafa hnýtt í stimpilgjöldin í gegnum tíðina. Þeim barst liðsauki í fyrra þegar forstjóri Samkeppniseftirlitsins sagði stimpilgjaldið hindra samkeppni og vera óeðlilegt. Í kjölfarið sagði fjármálaráðherra að þenslan leyfði ekki afnám stimpilgjaldsins sem skilar ríkissjóði um sex milljörðum á ári.Nú hins vegar ætlar hver einasti flokkur sem býður sig fram til alþingis að fella niður stimpilgjaldið. Spurningin er þá, hvenær?Æskilegt á næsta kjörtímabili segir Sjálfstæðisflokkurinn. Sem allra fyrst segir Samfylkingin. Svo fljótt sem þensla leyfir, segja Vinstri grænir og Framsóknarmenn vilja líka passa þensluna. Strax segja frjálsyndir, í þrepum segir Íslandshreyfingin - en Baráttusamtökin ganga lengst og segja = fyrir löngu. Fréttir Innlent Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Sjá meira
Stimpilgjöld verða felld niður eins fljótt og þensla leyfir - sama hvaða flokkar komast til valda eftir kosningar. Allir stjórnmálaflokkar eru hlynntir afnámi stimpilgjalds.Oft þykja svör stjórnmálamanna loðin. Við höldum því áfram að spyrja flokkanna beinna spurninga um afstöðu þeirra til ýmissa mála. Í gær var það fjölskyldupólitík - í dag er það skattapólitík.Spurningarnar eru þrjár og sú fyrsta nokkuð flókin. Við spurðum: Ætlar þinn flokkur að samræma skattlagningu launafólks og þeirra sem lifa af fjármagnstekjum? Þeir sem lifa af fjármagnstekjum greiða innan við þriðjung þeirra skatta sem venjulegt launafólk reiðir fram. Þó njóta þeir barnabóta og vaxtabóta til jafns við aðra.Enginn svarar þessu beinlínis játandi nema Íslandshreyfingin og Baráttusamtökin. EN.· Vinstri grænir vísa til frumvarps formannsins um að fólk sem stundar enga launaða vinnu en hefur fjármagnstekjur yfir 6 milljónum reikni sér tekjur af hálfu starfi en fullu starfi fari þær yfir 24 milljónir.· Samfylkingin vill að skattur á lífeyristekjur og fjármagnstekjur séu samræmdar og Frjálslyndir að skattur af lífeyristekjum verði 10% eins og af fjármagnstekjum.· Framsókn bendir á að lögum samkvæmt eigi fjármagnstekjufólk að reikna sér laun.· Sjálfstæðisflokkurinn vill lækka skatta á einstaklinga og fyrirtæki á næsta kjörtímabili. Hann vill ekki hækka fjármagnstekjuskatt.Eitt hundrað og fimm hjón lifa eingöngu af fjármagnstekjum og voru með röskar átta milljónir í tekjur að meðaltali á ári. Þetta fólk greiðir ekkert útsvar en börnin þeirra ganga í skóla og njóta þjónustu sveitarfélaga til jafns við aðra.Því spyrjum við: Á að veita sveitarfélögunum hlutdeild í fjármagnstekjuskatti?· Já, segja Framsókn, Vinstri grænir og Íslandshreyfingin. Baráttusamtökin segja hvers vegna ekki?Hinir eru ekki eins afdráttarlausir.· Sjálfstæðisflokkur telur að hluta fjármagnstekjuskatts eigi að nýta til að styrkja stöðu sveitarfélaganna í landinu.· Kemur fyllilega til álita, segir Samfylkingin, sem telur óeðlilegt að fjármagnstekjufólk greiði ekki til samneyslunnar í sveitarfélaginu.Margir hafa hnýtt í stimpilgjöldin í gegnum tíðina. Þeim barst liðsauki í fyrra þegar forstjóri Samkeppniseftirlitsins sagði stimpilgjaldið hindra samkeppni og vera óeðlilegt. Í kjölfarið sagði fjármálaráðherra að þenslan leyfði ekki afnám stimpilgjaldsins sem skilar ríkissjóði um sex milljörðum á ári.Nú hins vegar ætlar hver einasti flokkur sem býður sig fram til alþingis að fella niður stimpilgjaldið. Spurningin er þá, hvenær?Æskilegt á næsta kjörtímabili segir Sjálfstæðisflokkurinn. Sem allra fyrst segir Samfylkingin. Svo fljótt sem þensla leyfir, segja Vinstri grænir og Framsóknarmenn vilja líka passa þensluna. Strax segja frjálsyndir, í þrepum segir Íslandshreyfingin - en Baráttusamtökin ganga lengst og segja = fyrir löngu.
Fréttir Innlent Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Sjá meira