Deildarkeppnin búin í NBA - Allt klárt fyrir úrslitakeppnina 19. apríl 2007 13:15 Leikmenn Golden State stigu stríðsdans í búningsklefanum eftir að liðið tryggði sér sæti í úrslitakeppninni í fyrsta sinn í 13 ár NordicPhotos/GettyImages Síðasta umferðin í deildarkeppni NBA fór fram í nótt og þar réðist hvaða lið mætast í úrslitakeppninni sem hefst á laugardaginn. Segja má að ótrúlegar breytingar hafi átt sér stað í síðustu umferðinni, því nokkur lið höfðu sætaskipti á lokasprettinum. Cleveland lagði Milwaukee 109-96 þar sem LeBron James skoraði 24 stig fyrir Cleveland en Earl Boykins var með 28 stig hjá Milwaukee. Sigur Cleveland (á meðan Chicago tapaði) þýddi að liðið náði öðru sæti Austurdeildar með góðum lokaspretti. Orlando lagði Miami auðveldlega 94-68 þar sem Miami hvíldi sína bestu menn. Bæði lið tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni. Philadlephia lagði Toronto 122-119, en Toronto var þegar búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. New York lagði Charlotte og þar með tapaði Bernie Bickerstaff síðasta leik sínum sem þjálfari Charlotte. Eddy Curry var stigahæstur hjá New York með 28 stig og þar á meðal sigurkörfuna í blálokin. Detroit lagði Boston 91-89 þar sem Flip Murray skoraði sigurkörfu Detroit um leið og lokaflautið gall - og lét það ekki á sig fá að skotárás var gerð á heimili hans kvöldið áður (?) Minnesota tryggði sér á vafasaman hátt sæti í lotteríinu í nýliðavalinu með því að tapa fyrir 116-94 Memphis, en sigur hefði þýtt að liðið hefði ekki komist í lotteríið. Washington lagði Indiana 98-95 og fékk 7. sætið í úrslitakeppni Austurdeildarinnar. Indiana lauk þar með sínu lélegasta tímabili í háa herrans tíð og hafa stjórnarmenn félagsins boðið mikla tiltekt í herbúðum liðsins í sumar. Varalið Denver lagði varalið San Antonio 100-77 í einstaklega óeftirminnilegum leik, en allar helstu stjörnur liðanna sátu á bekknum þar sem liðin höfðu þegar tryggt sér föst sæti í úrslitakeppninni og mætast þar í fyrstu umferð um helgina. Sömu sögu var að segja af Utah og Houston. Utah vann sigur 101-91 í Salt Lake City og þessi lið munu mætast í fyrstu umferð Vesturdeildar sem liðin í fjórða og fimmta sæti - en Houston er þar með heimavallarréttinn þar sem liðið var með einum leik betri árangur. Golden State tryggði sér áttunda sætið í Vesturdeildinni með sigri á Portland 120-98 á útivelli, en liðið var reyndar þegar orðið öruggt með sætið því að helstu keppinautar þess LA Clippers tapaði fyrir New Orleans 86-83 og missir af úrslitakeppninni - eins og til að kóróna ömurlegt keppnistímabil. Golden State hafði ekki tryggt sér sæti í úrslitakeppninni í 13 ár í röð - sem var lengsta gúrkutíð sinnar tegundar í NBA. Þess má geta að síðast þegar liðið komst í úrslitakeppnina, var það í síðustu stjórnartíð Don Nelson þjálfara sem tók aftur við liðinu í haust. Loks vann lið deildarkeppninnar Dallas auðveldan útisigur á Seattle 106-75 þar sem Dallas tefldi fram lykilmönnum sínum á ný. Sigurinn tryggði Dallas 67. sigurinn í vetur sem er einstakur árangur en Seattle vann aðeins 31 leik og er það versti árangur liðsins í tvo áratugi. Það er því ljóst að úrslitakeppni Austur- og Vesturdeildar raðast upp eins og hér segir, en úrslitakeppnin byrjar á fullu á laugardagskvöldið: Austurdeild: 1 Detroit - 8 Orlando 2 Cleveland - 7 Washington 3 Toronto - 6 New Jersey 4 Miami - 5 Chicago*Vesturdeild: 1 Dallas - 8 Golden State 2 Phoenix - 7 LA Lakers 3 San Antonio - 6 Denver 4 Utah - 5 Houston* *Chicago og Houston hafa heimavallarréttinn vegna betri árangurs. NBA Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Sjá meira
Síðasta umferðin í deildarkeppni NBA fór fram í nótt og þar réðist hvaða lið mætast í úrslitakeppninni sem hefst á laugardaginn. Segja má að ótrúlegar breytingar hafi átt sér stað í síðustu umferðinni, því nokkur lið höfðu sætaskipti á lokasprettinum. Cleveland lagði Milwaukee 109-96 þar sem LeBron James skoraði 24 stig fyrir Cleveland en Earl Boykins var með 28 stig hjá Milwaukee. Sigur Cleveland (á meðan Chicago tapaði) þýddi að liðið náði öðru sæti Austurdeildar með góðum lokaspretti. Orlando lagði Miami auðveldlega 94-68 þar sem Miami hvíldi sína bestu menn. Bæði lið tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni. Philadlephia lagði Toronto 122-119, en Toronto var þegar búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. New York lagði Charlotte og þar með tapaði Bernie Bickerstaff síðasta leik sínum sem þjálfari Charlotte. Eddy Curry var stigahæstur hjá New York með 28 stig og þar á meðal sigurkörfuna í blálokin. Detroit lagði Boston 91-89 þar sem Flip Murray skoraði sigurkörfu Detroit um leið og lokaflautið gall - og lét það ekki á sig fá að skotárás var gerð á heimili hans kvöldið áður (?) Minnesota tryggði sér á vafasaman hátt sæti í lotteríinu í nýliðavalinu með því að tapa fyrir 116-94 Memphis, en sigur hefði þýtt að liðið hefði ekki komist í lotteríið. Washington lagði Indiana 98-95 og fékk 7. sætið í úrslitakeppni Austurdeildarinnar. Indiana lauk þar með sínu lélegasta tímabili í háa herrans tíð og hafa stjórnarmenn félagsins boðið mikla tiltekt í herbúðum liðsins í sumar. Varalið Denver lagði varalið San Antonio 100-77 í einstaklega óeftirminnilegum leik, en allar helstu stjörnur liðanna sátu á bekknum þar sem liðin höfðu þegar tryggt sér föst sæti í úrslitakeppninni og mætast þar í fyrstu umferð um helgina. Sömu sögu var að segja af Utah og Houston. Utah vann sigur 101-91 í Salt Lake City og þessi lið munu mætast í fyrstu umferð Vesturdeildar sem liðin í fjórða og fimmta sæti - en Houston er þar með heimavallarréttinn þar sem liðið var með einum leik betri árangur. Golden State tryggði sér áttunda sætið í Vesturdeildinni með sigri á Portland 120-98 á útivelli, en liðið var reyndar þegar orðið öruggt með sætið því að helstu keppinautar þess LA Clippers tapaði fyrir New Orleans 86-83 og missir af úrslitakeppninni - eins og til að kóróna ömurlegt keppnistímabil. Golden State hafði ekki tryggt sér sæti í úrslitakeppninni í 13 ár í röð - sem var lengsta gúrkutíð sinnar tegundar í NBA. Þess má geta að síðast þegar liðið komst í úrslitakeppnina, var það í síðustu stjórnartíð Don Nelson þjálfara sem tók aftur við liðinu í haust. Loks vann lið deildarkeppninnar Dallas auðveldan útisigur á Seattle 106-75 þar sem Dallas tefldi fram lykilmönnum sínum á ný. Sigurinn tryggði Dallas 67. sigurinn í vetur sem er einstakur árangur en Seattle vann aðeins 31 leik og er það versti árangur liðsins í tvo áratugi. Það er því ljóst að úrslitakeppni Austur- og Vesturdeildar raðast upp eins og hér segir, en úrslitakeppnin byrjar á fullu á laugardagskvöldið: Austurdeild: 1 Detroit - 8 Orlando 2 Cleveland - 7 Washington 3 Toronto - 6 New Jersey 4 Miami - 5 Chicago*Vesturdeild: 1 Dallas - 8 Golden State 2 Phoenix - 7 LA Lakers 3 San Antonio - 6 Denver 4 Utah - 5 Houston* *Chicago og Houston hafa heimavallarréttinn vegna betri árangurs.
NBA Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Sjá meira