Messi eða Maradona? (myndband) 19. apríl 2007 13:56 Leo Messi stimplaði sig inn í sögubækur með marki sínu í gærkvöldi AFP Fátt komst annað að í spænskum fjölmiðlum í dag en draumamarkið sem Leo Messi skoraði fyrir Barcelona á móti Getafe í gærkvöldi. Spænska blaðið Marca sló upp fyrirsögninni "Messidona" og líkti drengnum við landa sinn Maradona. Hér fyrir neðan er hægt að bera saman bestu mörk þeirra Messi og Maradona og þar sést hvað þau eru glettilega keimlík. "Ofurstjarnan Messi" sagði dagblaðið Sport í dag og tók undir yfirlýsingar Marca. Hinn 19 ára gamli Messi skoraði einhvert fallegasta mark sem sést hefur á öldinni í gær þegar hann rak boltann frá eigin vallarhelmingi og potaði honum í markið - með því að leika á hvern varnarmanninn á fætur öðrum. Frank Rijkaard þjálfari Barcelona sagði að markið hefði verið "listaverk". "Diego hefur alltaf veitt mér stuðning og ég vona að honum batni. Allir í Argentínu vona að hann nái sér, því við söknum hans," sagði hinn hógværi Messi þegar hann var spurður út í mark landa síns frá HM 1986. "Ég sá bara smá pláss og tók sprettinn eins og ég geri alltaf. Eto´o var í færi til að fara í þríhyrning, en ég sá varnarmenn alveg við hann svo ég ákvað að reyna að fara sjálfur," sagði Messi um rispu sína. Eini maðurinn sem var ekki í losti eftir sögulega tilburði Messi var Bernd Schuster, þjálfari Getafe. "Ég get ekki horft á þetta mark með augum áhorfandans. Við hefðum átt að stöðva hann áður en hann komst inn í teiginn - jafnvel þó það hefði kostað okkur gult spjald. Við höfum ekki efni á því að vera svona rausnarlegir," sagði Þjóðverjinn fúll. Marki Argentínumannsins hefur eðlilega verið líkt við mark landa hans Diego Maradona gegn Englendingum í fjórðungsúrslitum HM árið 1986, en bent hefur verið á að öllu minna hafi verið í húfi hjá Messi í gærkvöldi. Þó hefur bent á að Messi hafi farið mun hraðar yfir en goðsögnin Maradona. Þess má geta að þó Getafe sé ekki stórlið á heimsvísu, hefur vörn liðsins verið ansi beitt í vetur og því voru það engir viðvaningar sem reyndu án árangurs að stöðva Messi í gær. Þá er bara að bera mörkin tvö saman. Hvort er fallegra? Smelltu hér. Spænski boltinn Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Leeds - Liverpool | Starfið undir hjá Slot? Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjá meira
Fátt komst annað að í spænskum fjölmiðlum í dag en draumamarkið sem Leo Messi skoraði fyrir Barcelona á móti Getafe í gærkvöldi. Spænska blaðið Marca sló upp fyrirsögninni "Messidona" og líkti drengnum við landa sinn Maradona. Hér fyrir neðan er hægt að bera saman bestu mörk þeirra Messi og Maradona og þar sést hvað þau eru glettilega keimlík. "Ofurstjarnan Messi" sagði dagblaðið Sport í dag og tók undir yfirlýsingar Marca. Hinn 19 ára gamli Messi skoraði einhvert fallegasta mark sem sést hefur á öldinni í gær þegar hann rak boltann frá eigin vallarhelmingi og potaði honum í markið - með því að leika á hvern varnarmanninn á fætur öðrum. Frank Rijkaard þjálfari Barcelona sagði að markið hefði verið "listaverk". "Diego hefur alltaf veitt mér stuðning og ég vona að honum batni. Allir í Argentínu vona að hann nái sér, því við söknum hans," sagði hinn hógværi Messi þegar hann var spurður út í mark landa síns frá HM 1986. "Ég sá bara smá pláss og tók sprettinn eins og ég geri alltaf. Eto´o var í færi til að fara í þríhyrning, en ég sá varnarmenn alveg við hann svo ég ákvað að reyna að fara sjálfur," sagði Messi um rispu sína. Eini maðurinn sem var ekki í losti eftir sögulega tilburði Messi var Bernd Schuster, þjálfari Getafe. "Ég get ekki horft á þetta mark með augum áhorfandans. Við hefðum átt að stöðva hann áður en hann komst inn í teiginn - jafnvel þó það hefði kostað okkur gult spjald. Við höfum ekki efni á því að vera svona rausnarlegir," sagði Þjóðverjinn fúll. Marki Argentínumannsins hefur eðlilega verið líkt við mark landa hans Diego Maradona gegn Englendingum í fjórðungsúrslitum HM árið 1986, en bent hefur verið á að öllu minna hafi verið í húfi hjá Messi í gærkvöldi. Þó hefur bent á að Messi hafi farið mun hraðar yfir en goðsögnin Maradona. Þess má geta að þó Getafe sé ekki stórlið á heimsvísu, hefur vörn liðsins verið ansi beitt í vetur og því voru það engir viðvaningar sem reyndu án árangurs að stöðva Messi í gær. Þá er bara að bera mörkin tvö saman. Hvort er fallegra? Smelltu hér.
Spænski boltinn Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Leeds - Liverpool | Starfið undir hjá Slot? Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjá meira