Viðskipti erlent

Google verðmætasta vörumerkið

Skjámynd af leitarvef Google.
Skjámynd af leitarvef Google.

Bandaríska netfyrirtækið Google hefur velt hugbúnaðarrisanum Microsoft úr toppsætinu sem verðmætasta vörumerki í heimi. Vörumerki Google er metið á 66,4 milljarða bandaríkjadala, jafnvirði 4.301 milljarðs íslenskra króna. Raftækjaframleiðandinn General Electric er í öðru sæti en Microsoft í því þriðja.

Breska ríkisútvarpið segir heildarverðmæti vörumerkja á listanum, sem markaðsrannsóknafyrirtækið Millward Brown tekur saman á hverju ári, hafa aukist um 10,6 prósent frá síðasta ári.

Listinn í heild sinni






Fleiri fréttir

Sjá meira


×