Viðskipti erlent

Olíuverð hækkar vegna forsetakosninga

Olíuborpallur.
Olíuborpallur.

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði í dag vegna hættu á að olíuframleiðsla í Nígeríu skerðist vegna forsetakosninga þar í landi sem nú standa yfir. Nokkur spilling er sögð einkenna forsetakosningarnar og hefur stjórnarandstaðan farið fram á að þær verði ógiltar og kosið að nýju.

Breska viðskiptablaðið Financial Times hefur eftir alþjóðlegum fulltrúum sem hafa eftirlit með gangi kosninganna að brögð hafi verið í tafli.

Brent Norðursjávarolía hækkaði um 72 sent á markaði í dg og stendur nú í 67,21 dal á tunnu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×