Lítið lát er á hugmyndum landsmanna um húsakost við Lækjartorg og sýnist sitt hverjum hvort varðveita eigi gömlu húsin á horni Lækjargötu og Austurstrætis eða byggja þar ný hús. Arkitektar og skipulagsfræðingar kasta nú á milli sín margskonar hugmyndum í þessu efni.
Þær byggja meðal annars á hugmyndum Hrafns Gunnlaugssonar um stórhýsi á grunnum brunarústanna við Lækjartorg. Hugmyndirnar viðraði hann nýverið í hádegisviðtalinu á Stöð 2.
Ekki verður annað sagt en götumyndin í miðbænum tæki stakkaskiptum ef hugmyndir Hrafns Gunnlaugssonar gengju eftir.