Samið við Dani og Norðmenn, enn rætt við Breta og Kanadamenn 24. apríl 2007 18:30 Samningar um samstarf Íslendinga við Dani og Norðmenn í varnar- og öryggismálum á friðartímum verða undirritaðir á fimmtudaginn á NATO fundi í Ósló. Ekki fæst gefið upp hvað felst í þeim fyrr en eftir undirritun. Utanríkisráðherra segir Breta og Kanadamenn einnig áhugasama um samstarf en einhverjar vikur eða mánuði taki að ljúka samningum við þá. Varnarlið Bandaríkjamanna fór héaðn af landi brott í september í fyrra og í október síðastliðnum skrifuðu Íslendingar og Bandaríkjamenn undir varnarsamning. Á NATO fundi í Ríga í Lettlandi í nóvember ræddi Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, við Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, um samstarf í varnarmálum. Áfram var rætt við Norðrmenn eftir það og einnig Dani, Breta og Kanadamenn. Samkomulag hefur nú tekist við Dani og Norðmenn. Valgerður segir innihald þess trúnaðarmál þar til plöggin hafi verið undirrituð í Ósló á fimmtudaginn en þá koma utanríkisráðherrar Atlantshafsbandalagsríkja sama í borginni til óformlegs fundar. Aðalatriðið sé þó að viðræðurnar hafi gengið hratt og vel fyrir sig og það sé sameiginlegur skilningur þjóðanna að þær eigi sameiginlegrta hagsmuna að gæta og því sér nánara samstarf þeirra á Norður-Atlantshafi mikilvægt. Valgerður segir enn rætt við Breta og Kanadamenn um samstarf í öryggis- og varnarmálum á Norður-Atlantshafi en það ferli sé styttra á veg komið. Einhverjar vikur eða mánuði taki að ljúka samningum en áhugi sé fyrir samstarfi. Gahr Støre sagði í samtali við fréttamann Stöðvar tvö í Ósló nú síðdegis að samkvæmt samkomulaginu geti norskir hermenn nú stundað æfingar á Íslandi og norskar herþotur lent þar. Þjóðirnar muni eiga nánara samstarf á sviði varnar-, öryggis- og björgunarmála. Hann lagði áherslu á að Íslendingar og Norðmenn hefðu sömu hagsmuna að gæta á Norður-Atlantshafi. Gahr Støre sagðist einnig vongóður um að samningurinn auðveldaði viðræður ríkjanna á öðrum vettvangi, til að mynda hvað varðaði sjávarútvegsmál þar sem ýmsum spurningum væri enn ósvarað. Fjallað er ítarlega um samkomulagið við Norðmenn í í norska dagblaðinu Aftenposten í dag. Þar segir að norskar herþotur sjá um eftirlit í lofthelgi Íslands á friðartímum. Þoturnar muni gera út frá Keflavík en í þessu felist þó engin skuldbinding að hálfu Noregs ef til ófriðar kemur. Fréttir Innlent Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Samningar um samstarf Íslendinga við Dani og Norðmenn í varnar- og öryggismálum á friðartímum verða undirritaðir á fimmtudaginn á NATO fundi í Ósló. Ekki fæst gefið upp hvað felst í þeim fyrr en eftir undirritun. Utanríkisráðherra segir Breta og Kanadamenn einnig áhugasama um samstarf en einhverjar vikur eða mánuði taki að ljúka samningum við þá. Varnarlið Bandaríkjamanna fór héaðn af landi brott í september í fyrra og í október síðastliðnum skrifuðu Íslendingar og Bandaríkjamenn undir varnarsamning. Á NATO fundi í Ríga í Lettlandi í nóvember ræddi Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, við Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, um samstarf í varnarmálum. Áfram var rætt við Norðrmenn eftir það og einnig Dani, Breta og Kanadamenn. Samkomulag hefur nú tekist við Dani og Norðmenn. Valgerður segir innihald þess trúnaðarmál þar til plöggin hafi verið undirrituð í Ósló á fimmtudaginn en þá koma utanríkisráðherrar Atlantshafsbandalagsríkja sama í borginni til óformlegs fundar. Aðalatriðið sé þó að viðræðurnar hafi gengið hratt og vel fyrir sig og það sé sameiginlegur skilningur þjóðanna að þær eigi sameiginlegrta hagsmuna að gæta og því sér nánara samstarf þeirra á Norður-Atlantshafi mikilvægt. Valgerður segir enn rætt við Breta og Kanadamenn um samstarf í öryggis- og varnarmálum á Norður-Atlantshafi en það ferli sé styttra á veg komið. Einhverjar vikur eða mánuði taki að ljúka samningum en áhugi sé fyrir samstarfi. Gahr Støre sagði í samtali við fréttamann Stöðvar tvö í Ósló nú síðdegis að samkvæmt samkomulaginu geti norskir hermenn nú stundað æfingar á Íslandi og norskar herþotur lent þar. Þjóðirnar muni eiga nánara samstarf á sviði varnar-, öryggis- og björgunarmála. Hann lagði áherslu á að Íslendingar og Norðmenn hefðu sömu hagsmuna að gæta á Norður-Atlantshafi. Gahr Støre sagðist einnig vongóður um að samningurinn auðveldaði viðræður ríkjanna á öðrum vettvangi, til að mynda hvað varðaði sjávarútvegsmál þar sem ýmsum spurningum væri enn ósvarað. Fjallað er ítarlega um samkomulagið við Norðmenn í í norska dagblaðinu Aftenposten í dag. Þar segir að norskar herþotur sjá um eftirlit í lofthelgi Íslands á friðartímum. Þoturnar muni gera út frá Keflavík en í þessu felist þó engin skuldbinding að hálfu Noregs ef til ófriðar kemur.
Fréttir Innlent Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira