Orðrómur á ný um yfirtöku á Sainsbury 25. apríl 2007 11:45 Ein af verslunum Sainsbury. Mynd/AFP Gengi hlutabréfa í Sainsbury, þriðju stærstu stórmarkaðakeðju Bretlands, hækkaði um 8,5 prósent fyrir opnun markaða í Bretlandi dag eftir að 15 prósent hlutabréfa í keðjunni skiptu um eigendur fyrir 1,4 milljarð punda, jafnvirði tæplega 181 milljarðs íslenskra króna. Kaupverð jafngildir 575 pensum á hlut. Greinendur segja viðskiptin benda til að hópur fjárfesta hafi í hyggju að gera yfirtökutilboð í keðjuna á ný. Ekki var ljóst í morgun hver seldi hlutinn í Sainsbury né hver kaupandi er. Fréttaveitan Bloomberg segir hlutinn jafnast á við hlutabréfaeign félagsins AllianceBernstein LLP, stærsta einstaka hluthafa í stórmarkaðakeðjunni, sem hefur lýst yfir áhuga á að losa um eign sína. Þá séu líkur á á fjárfestingasjóður í Arabaríkinu Katar, sem stjórnvöld þar í landi eiga að mestu, hafi keypt hlutinn. Greinandi hjá breska verðbréfafyrirtækinu Teather & Greenwood, sem er í eigu Landsbanka Íslands, segir hins vegar ekki loku fyrir það skotið að fjárfestirinn Robert Tchenguiz, sem einnig er stjórnarmaður í Exista, hafi keypt hlutinn. Tchenguiz flaggaði í Sainsbury í mars og hefur aukið við hlut sinn jafnt og þétt síðan þá. Nú um stundir fer hann með rúman fimm prósenta hlut í Sainsbury og hefur óskað eftir setu í stjórn verslanakeðjunnar. Fjárfestahópur undir forystu fjárfestingasjóðsins CVC Capital vann að yfirtöku á Sainsbury allt fram til 11. apríl síðastliðinn þegar hann dró sig í hlé vegna andstöðu stærstu hluthafa í keðjunni við tilboðið sem hljóðaði upp á 582 pens á hlut, rúmlega 10 milljarða punda, jafnvirði rúmra 1.300 milljörðum íslenskra króna. Gengi bréfa í Sainsbury stendur nú 565 pensum á hlut sem er 6,6 prósenta hækkun frá lokagengi félagsins í gær. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Viðskipti erlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Fleiri fréttir „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Gengi hlutabréfa í Sainsbury, þriðju stærstu stórmarkaðakeðju Bretlands, hækkaði um 8,5 prósent fyrir opnun markaða í Bretlandi dag eftir að 15 prósent hlutabréfa í keðjunni skiptu um eigendur fyrir 1,4 milljarð punda, jafnvirði tæplega 181 milljarðs íslenskra króna. Kaupverð jafngildir 575 pensum á hlut. Greinendur segja viðskiptin benda til að hópur fjárfesta hafi í hyggju að gera yfirtökutilboð í keðjuna á ný. Ekki var ljóst í morgun hver seldi hlutinn í Sainsbury né hver kaupandi er. Fréttaveitan Bloomberg segir hlutinn jafnast á við hlutabréfaeign félagsins AllianceBernstein LLP, stærsta einstaka hluthafa í stórmarkaðakeðjunni, sem hefur lýst yfir áhuga á að losa um eign sína. Þá séu líkur á á fjárfestingasjóður í Arabaríkinu Katar, sem stjórnvöld þar í landi eiga að mestu, hafi keypt hlutinn. Greinandi hjá breska verðbréfafyrirtækinu Teather & Greenwood, sem er í eigu Landsbanka Íslands, segir hins vegar ekki loku fyrir það skotið að fjárfestirinn Robert Tchenguiz, sem einnig er stjórnarmaður í Exista, hafi keypt hlutinn. Tchenguiz flaggaði í Sainsbury í mars og hefur aukið við hlut sinn jafnt og þétt síðan þá. Nú um stundir fer hann með rúman fimm prósenta hlut í Sainsbury og hefur óskað eftir setu í stjórn verslanakeðjunnar. Fjárfestahópur undir forystu fjárfestingasjóðsins CVC Capital vann að yfirtöku á Sainsbury allt fram til 11. apríl síðastliðinn þegar hann dró sig í hlé vegna andstöðu stærstu hluthafa í keðjunni við tilboðið sem hljóðaði upp á 582 pens á hlut, rúmlega 10 milljarða punda, jafnvirði rúmra 1.300 milljörðum íslenskra króna. Gengi bréfa í Sainsbury stendur nú 565 pensum á hlut sem er 6,6 prósenta hækkun frá lokagengi félagsins í gær.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Viðskipti erlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Fleiri fréttir „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira