Erlent

Maraþonhlauparinn lést vegna ofneyslu vatns

Drykkjarstöðvar eru staðsettar með reglulegu millibili á síðustu fimm kílómetrunum í maraþoninu í London.
Drykkjarstöðvar eru staðsettar með reglulegu millibili á síðustu fimm kílómetrunum í maraþoninu í London. MYND/AFP

David Rogers sem lést eftir maraþonhlaupið í London er talinn hafa látist vegna þess að hann drakk of mikið vatn. Dánarorsök hefur ekki verið staðfest, en samkvæmt heimildum Sky fréttastofunnar þjáðist hann af vatnseitrun.

Langhlauparar eru varaðir við því að ofneysla vatns geti verið banvæn. Líkaminn missir salt þegar hann svitnar í langan tíma. Ef vatn er drukkið of snöggt þynnir það blóðsölt sem eftir eru og líkamsvökvi fellur hættulega langt niður.

Í vægum tilfellum má finna fyrir ógleði og höfuðverk á meðan alvarleg tilfelli leiða til líffærabilana og hjartaáfalls.

Í bæklingi á vegum London Maraþonsins er hlaupurum tilkynnt um fjölda vatnsstöðva á hlaupaleiðinni, en þeir þurfi ekki að drekka á hverri einustu þeirra. Í staðinn eigi þeir aðeins að drekka einn munnsopa af vatni við og við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×