Viðskipti erlent

Dow Jones-vísitalan á ný í methæðum

Frá hlutabréfamarkaði á Wall Street í Bandaríkjunum.
Frá hlutabréfamarkaði á Wall Street í Bandaríkjunum. Mynd/AFP

Dow Jones-vísitalan fór á ný í methæðir við opnun markaða í Bandaríkjunum í dag. Vísitalan hækkaði um 29 punkta og fór í 13.118,58 stig og hefur aldrei verið hærri. Hún hefur dalað lítillega eftir því sem liðið hefur á daginn.

Þetta er annar dagurinn í þessari viku sem vísitalan fer í methæðir en hún hefur sótt í sig veðrið allt frá því fyrirtæki sem skráð eru í vísitöluna í Bandaríkjunum hófu að skila inn uppgjörum í síðustu viku. Met vísitölunnar við lokun markaða var hins vegar slegið í gær þegar hún endaði í rúmum 13.000 stigum.

Helsta ástæðan fyrir hækkun vísitölunnar eru góðar afkomutölur flestra fyrirtækja sem hafa skilað uppgjörum sínum í hús. Þar á meðal eru IBM, Apple og fleiri en afkoma fyrirtækjanna hefur verið yfir væntingum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×