Erlent

England: Ekki heitara í apríl í rúm 300 ár

Maður liggur við gosbrunn á Trafalgartorgi á heitum sólardegi í London.
Maður liggur við gosbrunn á Trafalgartorgi á heitum sólardegi í London. MYND/AFP

Hitastig í aprílmánuði í Englandi hefur ekki mælst jafn hátt frá upphafi mælinga sem hófust fyrir rúmum 300 árum. Gert er ráð fyrir að vormánuðirnir mars apríl og maí slái öll fyrri met. Fyrir allt Bretland er mánuðurinn sá hlýjasti í 140 ár. Á landsvísu er nýliðinn vetur annar hlýjasti veturinn frá því mælingar hófust.

Breska dagblaðið Independent gerir ráð fyrir að Bretar geti átt von á hitatölum um 40 gráður á celsíus í sumar. Bresku fjölmiðlarnir fjalla flestir um málið í dag og þykja tölurnar renna stoðum undir það Bretland sé farið að finna allverulega fyrir afleiðingum gróðurhúsaáhrifa.

Búist er við aukinni mengun af völdum hærra hitastigs á næstunni og hafa embættismenn hvatt viðkvæmt fólk til að forðast æfingar útivið í eftirmiðdaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×