Tyrkneski herinn haldi að sér höndum Guðjón Helgason skrifar 28. apríl 2007 18:45 Bandaríkjamenn og Evrópusambandið hvetja tyrkneska herinn til að halda að sér höndum nú þegar þing Tyrklands velur næsta forseta landsins. Svo gæti farið að íslamskur forseti verði fyrir valinu og hefur herinn hótað að grípa í taumana til að vernda sjálfstæði stjórnvalda gagnvart trúarbrögðum. Abdullah Gul, utanríkisráðherra, er forsetaefni stjórnarflokks Tayyips Erdogans, forsætisráðherra, en flokkurinn er afar tengdur Íslam og höfðar mjög til trúrækina múslima. Það er þingið sem greiðir atkvæði um forsetaefni og munaði litlu að Gul fengi tilskiln fjölda atkvæða, tvo þriðju, í fyrstu umferð í gær. Þurfi að kjósa í þriðja sinn dugir einfaldur meirihluti og líklegt talið að Gul verði þá valinn forseti. Stjórnarandstaðan tók ekki þátt í atkvæðagreiðslunni í gær. Á vefsíðu hersins í gærkvöldi var birt yfirlýsing þar sem sagði að herinn fylgdist gaumgæfilega með valinu og væri tilbúinn til að taka virkan þátt í ferlinu eins og það er orðað. Tyrkneski herinn hefur fimm sinnum steypt stjórn landsins á síðustu hálfri öld og herforingjar telja það mikilvægt hlutverk hersins að gæta að þess að stjórnmál og trú séu aðskilin í landinu. Stjórnvöld hafa brugðist ókvæða við yfirlýsingunni frá í gær. Cemil Cicek, dómsmálaráðherra, segir óhugsandi að stofnun á borð við herinn, sem tengist forsætisráðherranum, gefi frá sér yfirlýsignar gegn stjórnvöldum í nokkru máli. Tyrkland sé lýðræðisríki þar sem lög gildi. Herráðið sé stofnun sem taki við skipunum frá stjórvöldum og það sé stjórnarskrá landsins og tengd löggjöf sem skilgreini hlutverk hersins og herráðsins. Samkvæmt stjórnarskrá Tyrklands beri herráðið ábyrgð gagnvart forsætisráðherra. Olli Rehn, sem fer með málefni tengd stækkun Evrópusambandsins í framkvæmdastjórn þess, segir mikilvægt að herinn láti lýðræðislega kjörna ráðamenn taka ákvarðanir í þessu máli. Rehn lagði áherslu á að virðing fyrir lýðræði væri ein frumforsendan fyrir aðild Tyrklands að ESB. Erlent Fréttir Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Bandaríkjamenn og Evrópusambandið hvetja tyrkneska herinn til að halda að sér höndum nú þegar þing Tyrklands velur næsta forseta landsins. Svo gæti farið að íslamskur forseti verði fyrir valinu og hefur herinn hótað að grípa í taumana til að vernda sjálfstæði stjórnvalda gagnvart trúarbrögðum. Abdullah Gul, utanríkisráðherra, er forsetaefni stjórnarflokks Tayyips Erdogans, forsætisráðherra, en flokkurinn er afar tengdur Íslam og höfðar mjög til trúrækina múslima. Það er þingið sem greiðir atkvæði um forsetaefni og munaði litlu að Gul fengi tilskiln fjölda atkvæða, tvo þriðju, í fyrstu umferð í gær. Þurfi að kjósa í þriðja sinn dugir einfaldur meirihluti og líklegt talið að Gul verði þá valinn forseti. Stjórnarandstaðan tók ekki þátt í atkvæðagreiðslunni í gær. Á vefsíðu hersins í gærkvöldi var birt yfirlýsing þar sem sagði að herinn fylgdist gaumgæfilega með valinu og væri tilbúinn til að taka virkan þátt í ferlinu eins og það er orðað. Tyrkneski herinn hefur fimm sinnum steypt stjórn landsins á síðustu hálfri öld og herforingjar telja það mikilvægt hlutverk hersins að gæta að þess að stjórnmál og trú séu aðskilin í landinu. Stjórnvöld hafa brugðist ókvæða við yfirlýsingunni frá í gær. Cemil Cicek, dómsmálaráðherra, segir óhugsandi að stofnun á borð við herinn, sem tengist forsætisráðherranum, gefi frá sér yfirlýsignar gegn stjórnvöldum í nokkru máli. Tyrkland sé lýðræðisríki þar sem lög gildi. Herráðið sé stofnun sem taki við skipunum frá stjórvöldum og það sé stjórnarskrá landsins og tengd löggjöf sem skilgreini hlutverk hersins og herráðsins. Samkvæmt stjórnarskrá Tyrklands beri herráðið ábyrgð gagnvart forsætisráðherra. Olli Rehn, sem fer með málefni tengd stækkun Evrópusambandsins í framkvæmdastjórn þess, segir mikilvægt að herinn láti lýðræðislega kjörna ráðamenn taka ákvarðanir í þessu máli. Rehn lagði áherslu á að virðing fyrir lýðræði væri ein frumforsendan fyrir aðild Tyrklands að ESB.
Erlent Fréttir Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira