Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. nóvember 2025 11:35 Þótt ungum mönnum hafi fjölgað sem velja að drekka ekki áfengi eru dönsk ungmenni enn með þeim drykkfelldustu í Evrópu. Getty/Robbie Jay Barratt Síðastliðinn áratug hefur fjölgað í hópi þeirra ungu manna í Danmörku sem velja að neyta ekki áfengis. Þá hefur þeim einnig fækkað sem reykja sígarettur og kannabis en notkun rafretta og nikótínpúða hefur aukist á móti. Þrátt fyrir vísbendingar um að æ fleiri velji að drekka ekki áfengi eru dönsk ungmenni þó enn „Evrópumeistarar í drykkju.“ Þetta sýna niðurstöður nýrrar skýrslu Miðstöðvar vímuefnarannsókna í Danmörku sem DR fjallar um í dag. Niðurstöður sýna að það er orðið æ algengara meðal ungra manna á aldrinum fimmtán til tuttugu og fimm ára að þeir velji að drekka ekki áfengi samanborið við sambærilega rannsókn frá árinu 2014. Að sama skapi segjast umtalsvert færri karlar í sama aldurshópi hafa prófað að neyta kannabis. Drykkja ungra kvenna stöðugri Þrátt fyrir fjölgun í hópi þeirra ungmenna sem segjast ekki neyta áfengis segjast þó langflestir eða 93,3% svarenda á aldrinum fimmtán til tuttugu og fimm ára hafa neytt áfengis. Til samanburðar var hlutfallið 95,1% árið 2014. Neysla kvenna í aldurshópnum hefur nokkurn veginn staðið í stað en lækkun hlutfallsins skýrist að mestu af fækkun þeirra ungu karla sem ekki drekka áfengi. Þá benda niðurstöður til þess að þeim hafi fækkað enn frekar sem ekki hafa prófað að reykja kannabis. Árið 2014 sögðust 44% ungmenna í umræddum aldurshópi hafa prófað kannabis samanborið við 31,6% í ár. Ófeimnari við að segjast ekki drekka Kirsten Frederiksen, aðjúnkt við rannsóknarmiðstöðina, segir breytinguna mesta í tilfelli ungra karla. Hún segir niðurstöðurnar mögulega benda til þess að ungir menn séu varkárari í garð vímuefna en fyrri kynslóðir. Undir það tekur hinn tvítugi Simon Boesdal sem var til viðtals hjá DR í tengslum við umfjöllunina. „Ég held 100% að unga fólkið sé orðið betra í að segja nei og hugsa „þetta er ekki gott fyrir mig, svo af hverju ætti ég?,“ segir Simon, sem sjálfur drekkur ekki áfengi og segist þekkja fáa sem reyki kannabis. Frederiksen bendir á í samtali við DR að ungt fólk í Danmörku sé ennþá „Evrópumeistarar í áfengisdrykkju.“ Þróunin bendi hins vegar til þess að það gæti verið að eiga sér stað breyting á drykkjumenningu ungra karla. Þannig sýni rannsóknin einnig að fleiri karlar á aldrinum átján til tuttugu og fimm ára hafi ekki neytt áfengis síðastliðið eitt ár. Danmörk Áfengi Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Sjá meira
Þetta sýna niðurstöður nýrrar skýrslu Miðstöðvar vímuefnarannsókna í Danmörku sem DR fjallar um í dag. Niðurstöður sýna að það er orðið æ algengara meðal ungra manna á aldrinum fimmtán til tuttugu og fimm ára að þeir velji að drekka ekki áfengi samanborið við sambærilega rannsókn frá árinu 2014. Að sama skapi segjast umtalsvert færri karlar í sama aldurshópi hafa prófað að neyta kannabis. Drykkja ungra kvenna stöðugri Þrátt fyrir fjölgun í hópi þeirra ungmenna sem segjast ekki neyta áfengis segjast þó langflestir eða 93,3% svarenda á aldrinum fimmtán til tuttugu og fimm ára hafa neytt áfengis. Til samanburðar var hlutfallið 95,1% árið 2014. Neysla kvenna í aldurshópnum hefur nokkurn veginn staðið í stað en lækkun hlutfallsins skýrist að mestu af fækkun þeirra ungu karla sem ekki drekka áfengi. Þá benda niðurstöður til þess að þeim hafi fækkað enn frekar sem ekki hafa prófað að reykja kannabis. Árið 2014 sögðust 44% ungmenna í umræddum aldurshópi hafa prófað kannabis samanborið við 31,6% í ár. Ófeimnari við að segjast ekki drekka Kirsten Frederiksen, aðjúnkt við rannsóknarmiðstöðina, segir breytinguna mesta í tilfelli ungra karla. Hún segir niðurstöðurnar mögulega benda til þess að ungir menn séu varkárari í garð vímuefna en fyrri kynslóðir. Undir það tekur hinn tvítugi Simon Boesdal sem var til viðtals hjá DR í tengslum við umfjöllunina. „Ég held 100% að unga fólkið sé orðið betra í að segja nei og hugsa „þetta er ekki gott fyrir mig, svo af hverju ætti ég?,“ segir Simon, sem sjálfur drekkur ekki áfengi og segist þekkja fáa sem reyki kannabis. Frederiksen bendir á í samtali við DR að ungt fólk í Danmörku sé ennþá „Evrópumeistarar í áfengisdrykkju.“ Þróunin bendi hins vegar til þess að það gæti verið að eiga sér stað breyting á drykkjumenningu ungra karla. Þannig sýni rannsóknin einnig að fleiri karlar á aldrinum átján til tuttugu og fimm ára hafi ekki neytt áfengis síðastliðið eitt ár.
Danmörk Áfengi Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Sjá meira