Skilgreining á kostnaðarverði lóða mismunandi 29. apríl 2007 20:10 Einbýlishúsalóð í Hafnarfirði kostar innan við sjö milljónir króna, en ellefu milljónir í Reykjavík. Ellefu milljónir er kostnaðarverð, segir formaður skipulagsráðs - það fer eftir skilgreiningu á kostnaðarverði, segir Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði. Meirihlutinn í Reykjavík hefur ákveðið fast verð á lóðum í borginni næstu árin: 11 milljónir króna fyrir einbýlishúsalóð, sjö og hálf fyrir raðhús og parhús og fjórar og hálf á íbúð í fjölbýli. Þetta er nokkru lægra verð en í Kópavogi, Mosfellsbæ og Garðabæ, en mun hærra en í Hafnarfirði. Þar hafa einbýlishúsalóðir verið seldar á tæpar sjö milljónir undanfarið og gjald fyrir hverja íbúð í fjölbýli hefur verið innan við þrjár milljónir. Formaður skipulagsráðs Reykjavíkur sagði í fréttum í gær að þetta fasta verð sem hefði verið ákveðið, væri algert lágmark, hreint kostnaðarverð. Sjálfstæðisflokkurinn hefði heitið lóðum á kostnaðarverði fyrir alla og með þessu væri staðið við það loforð. Því er minnihlutinn ósammála, enda hafi mun lægri tölur verið nefndar og hér sé um að ræða fjórföld gatnagerðargjöld. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir Hafnarfjörð hafa úthlutað lóðum á eignarlandi bæjarins og því hafi enginn aukakostnaður hlotist af eignarnámi og uppkaupum. Gatnagerðargjöld þar eru rúmar fjórar milljónir króna fyrir einbýlishúsalóð en við bætist tæplega þriggja milljóna króna gjald fyrir byggingaréttinn. Þetta gjald standi ekki undir kostnaði við uppbyggingu allrar nærþjónustu í nýju hverfi, svo sem skóla og leikskóla. Borgaryfirvöld tóku hins vegar mið af þessum heildarkostnaði þegar lóðaverðið var ákveðið. Þetta þýðir að þeir sem kaupa lóðir nú bera í raun mun meiri kostnað af uppbyggingu síns hverfis en áður fyrr, þegar aðeins þurfti að greiða fyrir gerð lóðarinnar sjálfrar. Einbýlishúsalóð í Grafarvogi kostaði til dæmis um fjórar milljónir árið 1999 og þótti ekki ódýrt. Spurningin er því ef til vill: hvaða skilning lögðu kjósendur í Reykjavík í orðið kostnaðarverð? Innlent Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Köttur drapst úr fuglaflensu örskömmu eftir komuna á nýtt heimili Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Einbýlishúsalóð í Hafnarfirði kostar innan við sjö milljónir króna, en ellefu milljónir í Reykjavík. Ellefu milljónir er kostnaðarverð, segir formaður skipulagsráðs - það fer eftir skilgreiningu á kostnaðarverði, segir Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði. Meirihlutinn í Reykjavík hefur ákveðið fast verð á lóðum í borginni næstu árin: 11 milljónir króna fyrir einbýlishúsalóð, sjö og hálf fyrir raðhús og parhús og fjórar og hálf á íbúð í fjölbýli. Þetta er nokkru lægra verð en í Kópavogi, Mosfellsbæ og Garðabæ, en mun hærra en í Hafnarfirði. Þar hafa einbýlishúsalóðir verið seldar á tæpar sjö milljónir undanfarið og gjald fyrir hverja íbúð í fjölbýli hefur verið innan við þrjár milljónir. Formaður skipulagsráðs Reykjavíkur sagði í fréttum í gær að þetta fasta verð sem hefði verið ákveðið, væri algert lágmark, hreint kostnaðarverð. Sjálfstæðisflokkurinn hefði heitið lóðum á kostnaðarverði fyrir alla og með þessu væri staðið við það loforð. Því er minnihlutinn ósammála, enda hafi mun lægri tölur verið nefndar og hér sé um að ræða fjórföld gatnagerðargjöld. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir Hafnarfjörð hafa úthlutað lóðum á eignarlandi bæjarins og því hafi enginn aukakostnaður hlotist af eignarnámi og uppkaupum. Gatnagerðargjöld þar eru rúmar fjórar milljónir króna fyrir einbýlishúsalóð en við bætist tæplega þriggja milljóna króna gjald fyrir byggingaréttinn. Þetta gjald standi ekki undir kostnaði við uppbyggingu allrar nærþjónustu í nýju hverfi, svo sem skóla og leikskóla. Borgaryfirvöld tóku hins vegar mið af þessum heildarkostnaði þegar lóðaverðið var ákveðið. Þetta þýðir að þeir sem kaupa lóðir nú bera í raun mun meiri kostnað af uppbyggingu síns hverfis en áður fyrr, þegar aðeins þurfti að greiða fyrir gerð lóðarinnar sjálfrar. Einbýlishúsalóð í Grafarvogi kostaði til dæmis um fjórar milljónir árið 1999 og þótti ekki ódýrt. Spurningin er því ef til vill: hvaða skilning lögðu kjósendur í Reykjavík í orðið kostnaðarverð?
Innlent Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Köttur drapst úr fuglaflensu örskömmu eftir komuna á nýtt heimili Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira