Skilgreining á kostnaðarverði lóða mismunandi 29. apríl 2007 20:10 Einbýlishúsalóð í Hafnarfirði kostar innan við sjö milljónir króna, en ellefu milljónir í Reykjavík. Ellefu milljónir er kostnaðarverð, segir formaður skipulagsráðs - það fer eftir skilgreiningu á kostnaðarverði, segir Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði. Meirihlutinn í Reykjavík hefur ákveðið fast verð á lóðum í borginni næstu árin: 11 milljónir króna fyrir einbýlishúsalóð, sjö og hálf fyrir raðhús og parhús og fjórar og hálf á íbúð í fjölbýli. Þetta er nokkru lægra verð en í Kópavogi, Mosfellsbæ og Garðabæ, en mun hærra en í Hafnarfirði. Þar hafa einbýlishúsalóðir verið seldar á tæpar sjö milljónir undanfarið og gjald fyrir hverja íbúð í fjölbýli hefur verið innan við þrjár milljónir. Formaður skipulagsráðs Reykjavíkur sagði í fréttum í gær að þetta fasta verð sem hefði verið ákveðið, væri algert lágmark, hreint kostnaðarverð. Sjálfstæðisflokkurinn hefði heitið lóðum á kostnaðarverði fyrir alla og með þessu væri staðið við það loforð. Því er minnihlutinn ósammála, enda hafi mun lægri tölur verið nefndar og hér sé um að ræða fjórföld gatnagerðargjöld. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir Hafnarfjörð hafa úthlutað lóðum á eignarlandi bæjarins og því hafi enginn aukakostnaður hlotist af eignarnámi og uppkaupum. Gatnagerðargjöld þar eru rúmar fjórar milljónir króna fyrir einbýlishúsalóð en við bætist tæplega þriggja milljóna króna gjald fyrir byggingaréttinn. Þetta gjald standi ekki undir kostnaði við uppbyggingu allrar nærþjónustu í nýju hverfi, svo sem skóla og leikskóla. Borgaryfirvöld tóku hins vegar mið af þessum heildarkostnaði þegar lóðaverðið var ákveðið. Þetta þýðir að þeir sem kaupa lóðir nú bera í raun mun meiri kostnað af uppbyggingu síns hverfis en áður fyrr, þegar aðeins þurfti að greiða fyrir gerð lóðarinnar sjálfrar. Einbýlishúsalóð í Grafarvogi kostaði til dæmis um fjórar milljónir árið 1999 og þótti ekki ódýrt. Spurningin er því ef til vill: hvaða skilning lögðu kjósendur í Reykjavík í orðið kostnaðarverð? Innlent Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Einbýlishúsalóð í Hafnarfirði kostar innan við sjö milljónir króna, en ellefu milljónir í Reykjavík. Ellefu milljónir er kostnaðarverð, segir formaður skipulagsráðs - það fer eftir skilgreiningu á kostnaðarverði, segir Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði. Meirihlutinn í Reykjavík hefur ákveðið fast verð á lóðum í borginni næstu árin: 11 milljónir króna fyrir einbýlishúsalóð, sjö og hálf fyrir raðhús og parhús og fjórar og hálf á íbúð í fjölbýli. Þetta er nokkru lægra verð en í Kópavogi, Mosfellsbæ og Garðabæ, en mun hærra en í Hafnarfirði. Þar hafa einbýlishúsalóðir verið seldar á tæpar sjö milljónir undanfarið og gjald fyrir hverja íbúð í fjölbýli hefur verið innan við þrjár milljónir. Formaður skipulagsráðs Reykjavíkur sagði í fréttum í gær að þetta fasta verð sem hefði verið ákveðið, væri algert lágmark, hreint kostnaðarverð. Sjálfstæðisflokkurinn hefði heitið lóðum á kostnaðarverði fyrir alla og með þessu væri staðið við það loforð. Því er minnihlutinn ósammála, enda hafi mun lægri tölur verið nefndar og hér sé um að ræða fjórföld gatnagerðargjöld. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir Hafnarfjörð hafa úthlutað lóðum á eignarlandi bæjarins og því hafi enginn aukakostnaður hlotist af eignarnámi og uppkaupum. Gatnagerðargjöld þar eru rúmar fjórar milljónir króna fyrir einbýlishúsalóð en við bætist tæplega þriggja milljóna króna gjald fyrir byggingaréttinn. Þetta gjald standi ekki undir kostnaði við uppbyggingu allrar nærþjónustu í nýju hverfi, svo sem skóla og leikskóla. Borgaryfirvöld tóku hins vegar mið af þessum heildarkostnaði þegar lóðaverðið var ákveðið. Þetta þýðir að þeir sem kaupa lóðir nú bera í raun mun meiri kostnað af uppbyggingu síns hverfis en áður fyrr, þegar aðeins þurfti að greiða fyrir gerð lóðarinnar sjálfrar. Einbýlishúsalóð í Grafarvogi kostaði til dæmis um fjórar milljónir árið 1999 og þótti ekki ódýrt. Spurningin er því ef til vill: hvaða skilning lögðu kjósendur í Reykjavík í orðið kostnaðarverð?
Innlent Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira