Treysta öðrum en íslenskum fyrirtækjum 30. apríl 2007 19:17 Íslenskir áhrifavaldar bera mest traust til sænskra, þýskra og kanadískra alþjóðafyrirtækja. Íslensk fyrirtæki lenda í fjórða til fimmta sæti yfir þau fyrirtæki sem mesta traustsins njóta. Þetta er meðal niðurstaðna nýrrar rannsóknar Capacent Gallup og AP almannatengsla á trausti íslenskra „áhrifavalda", en rannsóknin er sambærileg alþjóðlegri könnun sem almannatengslafyrirtækið Edelman hefur framkvæmt síðustu átta ár. Niðurstöðurnar verða kynntar í heild sinni á málþingi í Salnum í Kópavogi á fimmtudag. Í niðurstöðum könnunarinnar kemur fram að um 61 prósent segjast bera frekar eða mikið trausts til alþjóðafyrirtækja með höfuðstöðvar á Íslandi en mest traust er borið til sænskra fyrirtækja (75%), þýskra (74%) og kanadískra (66%). Japönsk fyrirtæki deila svo fjórða til fimmta sætinu með þeim íslensku. Sænsk, þýsk og kanadísk fyrirtæki tróna einnig á toppi alþjóðlegu rannsóknarinnar, en athyglisvert verður þó að teljast að Íslendingar beri minna traust til íslenskra fyrirtækja heldur en fyrirtækja frá þessum þremur löndum. Minnst traust bera íslenskir áhrifavaldar svo til rússneskra (1%), mexíkóskra (3%), brasilískra (4%) og pólskra (7%) fyrirtækja. Kannaðir voru fjölmargir aðrir þætti sem snúa að trausti og trúverðugleika í könnuninni og verða niðurstöðurnar kynntar nánar á málþinginu 3. maí. Þar mun David Brain, framkvæmdastjóri Edelman í Evrópu, jafnframt kynna niðurstöður alþjóðlegu könnunarinnar, sem eru jafnan kynntar á heimsviðskiptaráðstefnunni í Davos og hafa vakið mikla athygli síðustu ár. Könnun Capacent Gallup er sambærileg traustskönnun Edelman, en hún mælir viðhorf skilgreindra áhrifavalda. Þeir eru háskólamenntað fólk á aldrinum 35-64 ára sem fylgist með fjölmiðlum og hefur heildartekjur yfir 400.000 krónum á mánuði. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Sjá meira
Íslenskir áhrifavaldar bera mest traust til sænskra, þýskra og kanadískra alþjóðafyrirtækja. Íslensk fyrirtæki lenda í fjórða til fimmta sæti yfir þau fyrirtæki sem mesta traustsins njóta. Þetta er meðal niðurstaðna nýrrar rannsóknar Capacent Gallup og AP almannatengsla á trausti íslenskra „áhrifavalda", en rannsóknin er sambærileg alþjóðlegri könnun sem almannatengslafyrirtækið Edelman hefur framkvæmt síðustu átta ár. Niðurstöðurnar verða kynntar í heild sinni á málþingi í Salnum í Kópavogi á fimmtudag. Í niðurstöðum könnunarinnar kemur fram að um 61 prósent segjast bera frekar eða mikið trausts til alþjóðafyrirtækja með höfuðstöðvar á Íslandi en mest traust er borið til sænskra fyrirtækja (75%), þýskra (74%) og kanadískra (66%). Japönsk fyrirtæki deila svo fjórða til fimmta sætinu með þeim íslensku. Sænsk, þýsk og kanadísk fyrirtæki tróna einnig á toppi alþjóðlegu rannsóknarinnar, en athyglisvert verður þó að teljast að Íslendingar beri minna traust til íslenskra fyrirtækja heldur en fyrirtækja frá þessum þremur löndum. Minnst traust bera íslenskir áhrifavaldar svo til rússneskra (1%), mexíkóskra (3%), brasilískra (4%) og pólskra (7%) fyrirtækja. Kannaðir voru fjölmargir aðrir þætti sem snúa að trausti og trúverðugleika í könnuninni og verða niðurstöðurnar kynntar nánar á málþinginu 3. maí. Þar mun David Brain, framkvæmdastjóri Edelman í Evrópu, jafnframt kynna niðurstöður alþjóðlegu könnunarinnar, sem eru jafnan kynntar á heimsviðskiptaráðstefnunni í Davos og hafa vakið mikla athygli síðustu ár. Könnun Capacent Gallup er sambærileg traustskönnun Edelman, en hún mælir viðhorf skilgreindra áhrifavalda. Þeir eru háskólamenntað fólk á aldrinum 35-64 ára sem fylgist með fjölmiðlum og hefur heildartekjur yfir 400.000 krónum á mánuði.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Sjá meira