Erlent

Neydd til að fæða dauðvona barn

Óli Tynes skrifar

Sautján ára gömul írsk stúlka berst nú fyrir því fyrir hæstarétti á Írlandi að fá að fara til Bretlands til þess að láta eyða fóstri sem á sér engar lífslíkur þótt hún fæði það. Fóstrið er svo vanþroskað á höfði að það vantar á það bæði stóran hluta af höfuðkúpunni og heilanum. Læknar telja það mest geta lifað í þrjá daga eftir fæðingu.

Heilbrigðisyfirvöld vilja ekki að stúlkan fái að fara til Bretlands og vilja að lögreglan fái heimild til þess að stöðva hana ef hún reynir að yfirgefa landið. Á hinu strangt kaþólska Írlandi má aðeins eyða fóstri ef líf móðurinnar er í hættu, eða ef talin er mikil hætta á að hún fremji sjálfsvíg.

Hin verðandi 17 ára móðir hefur sagt að hún sé ekki í sjálfsmorðshugleiðingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×