Erlent

Geta ekki unnið fyrir hið opinbera

Atvinnumálaráðherra Danmerkur, Claus Hjort Frederiksen, segir að konur sem neiti að taka í hönd karlmanns eða hylji andlit sitt geti ekki unnið fyrir hið opinbera. Umræðan um konur í múslimskum klæðnaði hefur farið hátt í Danmörkun undanfarna daga.

Frederiksen vill meina að þeir sem eigi í samskiptum við hið opinbera vilji sjá framan í fólk og að handaband sé viðurkennd aðferð til þess að bjóða fólk velkomið. sósíaldemókratar í Danmörku segja þessar fullyrðingar ráðherrans fáránlegar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×