Murdoch vill enn kaupa Dow Jones 9. maí 2007 15:24 Rupert Murdoch. Ástralskættaði fjölmiðlajöfurinn Rupert Murdoch greindi frá því í dag að hann hyggðist ekki draga yfirtökutilboð sitt í bandaríska útgáfufélagið Dow Jones til baka þrátt fyrir andstöðu stærstu hluthafa þess. Dow Jones gefur meðal annars út dagblaðið Wall Street Journal og sagði Murdoch, að miðlar undir útgáfuhatti fyrirtækisins hentuðu fyrirtæki hans afar vel. Murdoch á fjölmiðlasamsteypuna News Corp., sem meðal annars heldur úti gríðarlegum fjölda dagblaða, tímarita og útvarpsstöðva víða um heim auk þess sem það á sjónvarpsstöðvarnar Fox og Sky. Þá er bandaríska kvikmyndafyrirtækið 20th Century Fox hluti af samsteypunni. Fyrirtæki Murdochs á sömuleiðis vefsvæðið MySpace, sem er með vinsælli vefsvæðum í heimi.Tilboð Murdochs hljóðaði upp á fimm milljarða bandaríkjadali, jafnvirði 321 milljarðs íslenskra króna. Meirihluti hluthafa í Dow Jones er mótfallinn tilboðinu, þar á meðal Bancroft-fjölskyldan, sem fer með rúmlega 60 prósent atkvæðaréttar í félaginu. Breska dagblaðið Guardian segir í dag að Murdoch vilji helst ekki greina frá því sem fram hefur farið í viðræðum hans við hluthafa Dow Jones. Hann hafi ætlað að halda viðræðunum fyrir utan kastljós fjölmiðlanna og þyki leitt að tilboðið hafi lekið til fjölmiðla í síðustu viku. Engu að síður telur hann tilboðið sanngjarnt og vel boðlegt miðað við núvirði félagsins, að sögn Guardian. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Viðskipti erlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Fleiri fréttir „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Ástralskættaði fjölmiðlajöfurinn Rupert Murdoch greindi frá því í dag að hann hyggðist ekki draga yfirtökutilboð sitt í bandaríska útgáfufélagið Dow Jones til baka þrátt fyrir andstöðu stærstu hluthafa þess. Dow Jones gefur meðal annars út dagblaðið Wall Street Journal og sagði Murdoch, að miðlar undir útgáfuhatti fyrirtækisins hentuðu fyrirtæki hans afar vel. Murdoch á fjölmiðlasamsteypuna News Corp., sem meðal annars heldur úti gríðarlegum fjölda dagblaða, tímarita og útvarpsstöðva víða um heim auk þess sem það á sjónvarpsstöðvarnar Fox og Sky. Þá er bandaríska kvikmyndafyrirtækið 20th Century Fox hluti af samsteypunni. Fyrirtæki Murdochs á sömuleiðis vefsvæðið MySpace, sem er með vinsælli vefsvæðum í heimi.Tilboð Murdochs hljóðaði upp á fimm milljarða bandaríkjadali, jafnvirði 321 milljarðs íslenskra króna. Meirihluti hluthafa í Dow Jones er mótfallinn tilboðinu, þar á meðal Bancroft-fjölskyldan, sem fer með rúmlega 60 prósent atkvæðaréttar í félaginu. Breska dagblaðið Guardian segir í dag að Murdoch vilji helst ekki greina frá því sem fram hefur farið í viðræðum hans við hluthafa Dow Jones. Hann hafi ætlað að halda viðræðunum fyrir utan kastljós fjölmiðlanna og þyki leitt að tilboðið hafi lekið til fjölmiðla í síðustu viku. Engu að síður telur hann tilboðið sanngjarnt og vel boðlegt miðað við núvirði félagsins, að sögn Guardian.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Viðskipti erlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Fleiri fréttir „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira