Lord Browne hættur hjá Goldman Sachs 11. maí 2007 09:22 Lord Browne, fyrrum forstjóri BP. Mynd/AFP Lord Browne, fyrrum forstjóri breska olíufyrirtækisins BP, hefur sagt starfi sínu lausu hjá bandaríska fjárfestingabankanum Goldman Sachs. Starfslokin eru liður í brotthvarfi hans úr forstjórastóli BP en hann hætti tveimur mánuðum fyrr en hann ætlaði eftir að hann tapaði dómsmáli í Bretlandi en þar var hulunni svipt af samkynhneigð hans og kynnum hans af ástmanni sínum. Browne hefur verið í stjórnendateymi Goldman Sachs frá árinu 1999 og verið stjórnarformaður endurskoðunarnefndar bankans auk annarra starfa. Browne hafði starfað í 41 ár hjá breska olíurisanum BP þegar hann hætti skyndilega í byrjun mánaðar. Hann stefndi að því að fara úr forstjórastólnum í sumar en í kjölfar þess að hann tapaði máli sínu gegn dagblaði þar sem honum tókst ekki að hindra fréttaflutning af einkalífi sínu ákvað hann að fara fyrr en ella. Browne átti í ástarsambandi við kanadískan mann sem seldi frétt sína af sambandi þeirra Brownes til fjölmiðla í Bretlandi. Browne vildi koma í veg fyrir að umfjöllun fjölmiðla næði inn fyrir svefnherbergisdyr hans. Honum tókst það ekki og afréð því að hætta hjá BP. Lloyd Blankfein, forstjóri Goldman Sachs, sagði þegar fyrir lá að Browne ætlaði að yfirgefa bankann að hann hefði verið gulls ígildi og jós hann lofi. Þótt Lord Browne hafi sagt skilið við BP og Goldman Sachs er hann eftir sem áður stjórnarformaður ráðgjafaráðs bandaríska fjárfestingafélagsins Apax Partners. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Viðskipti erlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Fleiri fréttir „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Lord Browne, fyrrum forstjóri breska olíufyrirtækisins BP, hefur sagt starfi sínu lausu hjá bandaríska fjárfestingabankanum Goldman Sachs. Starfslokin eru liður í brotthvarfi hans úr forstjórastóli BP en hann hætti tveimur mánuðum fyrr en hann ætlaði eftir að hann tapaði dómsmáli í Bretlandi en þar var hulunni svipt af samkynhneigð hans og kynnum hans af ástmanni sínum. Browne hefur verið í stjórnendateymi Goldman Sachs frá árinu 1999 og verið stjórnarformaður endurskoðunarnefndar bankans auk annarra starfa. Browne hafði starfað í 41 ár hjá breska olíurisanum BP þegar hann hætti skyndilega í byrjun mánaðar. Hann stefndi að því að fara úr forstjórastólnum í sumar en í kjölfar þess að hann tapaði máli sínu gegn dagblaði þar sem honum tókst ekki að hindra fréttaflutning af einkalífi sínu ákvað hann að fara fyrr en ella. Browne átti í ástarsambandi við kanadískan mann sem seldi frétt sína af sambandi þeirra Brownes til fjölmiðla í Bretlandi. Browne vildi koma í veg fyrir að umfjöllun fjölmiðla næði inn fyrir svefnherbergisdyr hans. Honum tókst það ekki og afréð því að hætta hjá BP. Lloyd Blankfein, forstjóri Goldman Sachs, sagði þegar fyrir lá að Browne ætlaði að yfirgefa bankann að hann hefði verið gulls ígildi og jós hann lofi. Þótt Lord Browne hafi sagt skilið við BP og Goldman Sachs er hann eftir sem áður stjórnarformaður ráðgjafaráðs bandaríska fjárfestingafélagsins Apax Partners.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Viðskipti erlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Fleiri fréttir „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira