Kvótasvindl fyrirtækis á Norðurlandi til rannsóknar 14. maí 2007 20:21 Fiskistofa hefur til rannsóknar stórfellt kvótasvindl hjá fiskvinnslufyrirtæki á Norðurlandi. Fyrir liggur vitnisburður um að þetta fyrirtæki hafi landað framhjá vigt að minnsta kosti þúsund tonnum af þorski á ári í sex ár. Með þessu hefur verið skotið undan verðmætum uppá vel yfir hálfan annan milljarð króna. Fyrir rúmri viku var fjallað um stórfellt svindl í sjávarútvegi í Kompási. Síðan þá fjölgar vísbendingum um að það sé varlegt að ætla að þetta undanskot skipti þúsundum tonna á ári. Samkvæmt heimildum fréttastofu er nú verið að rannsaka stórfellt svindlmál hjá fiskvinnslufyrirtæki á norðurlandi. Þar liggi fyrir vitnisburður um að um þúsund tonnum af þorski hafi verið laumað framhjá vigt á ári hverju í sex ár. Verðmæti þessa fisks á markaði er fimmtán hundurð til átján hunduð milljónir króna. Þórður Ásgeirsson, fiskistofustjóri staðfestir að það séu nokkur stór mál til rannsóknar en vill ekki ræða einstök mál eða staðfesta tölur í þessu sambandi. Hann telur að til greina komi að vísa þessum málum til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra til rannsóknar. Í fyrrnefndum Kompásþætti sagði Þórður að hann teldi kvótasvikin í landinu ekki vera stórfelld en gætu numið fáum þúsundum tonna. Aðspurður í dag hvort þetta væri ekki varleg áætlun sagði Þórður að hann hefði þar átt við eina tegund svikanna. Það er fölsun á tölum um hlutfall íss í fiskikörunum. Aðspurður um hvort hann geti þá metið heildarsvikin - með löndun framhjá vigt - ranglega tilgreindum tegundum og farmbréfasvikum - sagðist Þórður ekki treysta sér til að leggja mat á það. Rannsóknir Fiskitofu á fyrirtækjum beinast að svokölluðum bakreikningum. Athugað er hvort útflutningur afurða frá vinnslunum sé í samræmi við hráefninu sem landað er hjá henni. Slík rannsókn nær ekki utan um það athæfi að falsa farmbréf til tilgreina magn í gámum minna en það í raun er. Fiskistofustjóri staðfestir að engin hafi til þessa verið sóttur til saka fyrir slík brot, en heimildarmönnum fréttastofu ber saman um að töluverð brögð séu að slíkum svikum. Innlent Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Sjá meira
Fiskistofa hefur til rannsóknar stórfellt kvótasvindl hjá fiskvinnslufyrirtæki á Norðurlandi. Fyrir liggur vitnisburður um að þetta fyrirtæki hafi landað framhjá vigt að minnsta kosti þúsund tonnum af þorski á ári í sex ár. Með þessu hefur verið skotið undan verðmætum uppá vel yfir hálfan annan milljarð króna. Fyrir rúmri viku var fjallað um stórfellt svindl í sjávarútvegi í Kompási. Síðan þá fjölgar vísbendingum um að það sé varlegt að ætla að þetta undanskot skipti þúsundum tonna á ári. Samkvæmt heimildum fréttastofu er nú verið að rannsaka stórfellt svindlmál hjá fiskvinnslufyrirtæki á norðurlandi. Þar liggi fyrir vitnisburður um að um þúsund tonnum af þorski hafi verið laumað framhjá vigt á ári hverju í sex ár. Verðmæti þessa fisks á markaði er fimmtán hundurð til átján hunduð milljónir króna. Þórður Ásgeirsson, fiskistofustjóri staðfestir að það séu nokkur stór mál til rannsóknar en vill ekki ræða einstök mál eða staðfesta tölur í þessu sambandi. Hann telur að til greina komi að vísa þessum málum til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra til rannsóknar. Í fyrrnefndum Kompásþætti sagði Þórður að hann teldi kvótasvikin í landinu ekki vera stórfelld en gætu numið fáum þúsundum tonna. Aðspurður í dag hvort þetta væri ekki varleg áætlun sagði Þórður að hann hefði þar átt við eina tegund svikanna. Það er fölsun á tölum um hlutfall íss í fiskikörunum. Aðspurður um hvort hann geti þá metið heildarsvikin - með löndun framhjá vigt - ranglega tilgreindum tegundum og farmbréfasvikum - sagðist Þórður ekki treysta sér til að leggja mat á það. Rannsóknir Fiskitofu á fyrirtækjum beinast að svokölluðum bakreikningum. Athugað er hvort útflutningur afurða frá vinnslunum sé í samræmi við hráefninu sem landað er hjá henni. Slík rannsókn nær ekki utan um það athæfi að falsa farmbréf til tilgreina magn í gámum minna en það í raun er. Fiskistofustjóri staðfestir að engin hafi til þessa verið sóttur til saka fyrir slík brot, en heimildarmönnum fréttastofu ber saman um að töluverð brögð séu að slíkum svikum.
Innlent Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Sjá meira