Vesturbyggð fagnar hugmyndum um Olíuhreinsistöð 16. maí 2007 19:09 Bæjarstjórn Vesturbyggðar fagnar hugmynd um olíuhreinsistöð á Vestfjörðum. Bæjarstjórinn bendir á að stefnan um stóriðjulausa og umhverfisvæna Vestfirði hefði verið mótuð þegar menn hafi átt von á aðstoð ríkisvaldsins við fjórðunginn - aðstoð sem aldrei hafi komið. Hugmyndinni um Olíuhreinsistöð á Vestfjörðum var ýtt til hliðar af sveitarstjórnum vestra fram yfir kosningar, en nú stígur bæjarstjórn Vesturbyggðar fram og fagnar þessari hugmynd. Ekki felst í því annað en að skoða málið ofan í kjölinn en þó felast talsverð tíðindi í þessari jákvæðu ályktun. 500 störf eiga að fylgja þessari stöð og hafa talsmenn hennar bent á að hún yrði af fullkomnustu gerð. Mengun og hætta af henni yrði minniháttar. Þó liggur fyrir að nokkur hætta kann að skapast af tíðum ferðum risaolíuskipa inná þrönga firði. Einkum virðast menn augum renna til Dýrafjarðar eða Arnarfjarðar í leit að stað fyrir stöðina. Eins hefur verið á það bent að losun gróðurhúsalofttegunda frá stöðinni muni sprengja af sér öll mörk Kyoto-bókunarinnar þannig að mengunarkvóta yrði að fá annars staðar frá. Bent hefur verið á að olíuhreinsistöð gangi á skjön við þá stefnu að Vestfirðir séu stóriðjulaus fjórðungur með umhverfisvænaa ímynd. Ragnar Jörundsson, bæjarstjóri Vesturbyggðar telur ekki að þarna þurfi að vera mótsögn og bendir á að það sé í öllu fólgin áhætta. Hann segir einnig á að menn hafi markað stefnu um umhverfisvæna vestfirði og stóriðjulausa þegar væntingar hafi staðið til þess að ríkisvaldið styrkti fjórðunginn með kröftugum hætti - til dæmis með því að styrkja veiðar, en ekkert hefði orðið af því. Vestfirðingar verði því að leita allra leiða. Fréttir Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Bæjarstjórn Vesturbyggðar fagnar hugmynd um olíuhreinsistöð á Vestfjörðum. Bæjarstjórinn bendir á að stefnan um stóriðjulausa og umhverfisvæna Vestfirði hefði verið mótuð þegar menn hafi átt von á aðstoð ríkisvaldsins við fjórðunginn - aðstoð sem aldrei hafi komið. Hugmyndinni um Olíuhreinsistöð á Vestfjörðum var ýtt til hliðar af sveitarstjórnum vestra fram yfir kosningar, en nú stígur bæjarstjórn Vesturbyggðar fram og fagnar þessari hugmynd. Ekki felst í því annað en að skoða málið ofan í kjölinn en þó felast talsverð tíðindi í þessari jákvæðu ályktun. 500 störf eiga að fylgja þessari stöð og hafa talsmenn hennar bent á að hún yrði af fullkomnustu gerð. Mengun og hætta af henni yrði minniháttar. Þó liggur fyrir að nokkur hætta kann að skapast af tíðum ferðum risaolíuskipa inná þrönga firði. Einkum virðast menn augum renna til Dýrafjarðar eða Arnarfjarðar í leit að stað fyrir stöðina. Eins hefur verið á það bent að losun gróðurhúsalofttegunda frá stöðinni muni sprengja af sér öll mörk Kyoto-bókunarinnar þannig að mengunarkvóta yrði að fá annars staðar frá. Bent hefur verið á að olíuhreinsistöð gangi á skjön við þá stefnu að Vestfirðir séu stóriðjulaus fjórðungur með umhverfisvænaa ímynd. Ragnar Jörundsson, bæjarstjóri Vesturbyggðar telur ekki að þarna þurfi að vera mótsögn og bendir á að það sé í öllu fólgin áhætta. Hann segir einnig á að menn hafi markað stefnu um umhverfisvæna vestfirði og stóriðjulausa þegar væntingar hafi staðið til þess að ríkisvaldið styrkti fjórðunginn með kröftugum hætti - til dæmis með því að styrkja veiðar, en ekkert hefði orðið af því. Vestfirðingar verði því að leita allra leiða.
Fréttir Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira