Ný stjórn reynist fjármálamörkuðum vel 18. maí 2007 11:56 Verði af myndun nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, eins og útlit er fyrir, mun stjórnin að öllum líkindum reynast fjármálamörkuðum nokkuð hagfelld, að sögn greiningardeildar Glitnis, sem skrifar um áhrif nýrrar ríkisstjórnar á íslenskt fjármálalíf. Deildin telur ekki líkur á miklum breytingum og þykir ólíklegt að skattar á fyrirtæki og fjármagnstekjur verði hækkaðir. Þá segir í áliti greiningardeildarinnar í Morgunkorni hennar í dag að líklegast sé að ný stjórn muni halda áfram þeirri þróun til markaðs- og alþjóðavæðingar sem einkennt hafi íslenskt efnahagslíf frá upphafi tíunda áratugar síðustu aldar. „Enn fremur verður fróðlegt að fylgjast með hvort ráðist verður í umfangsmiklar breytingar á landbúnaðarkerfinu en innan beggja flokka er áhugi á slíkum breytingum. Einnig eru líkur til að frekari breytingar verði gerðar á fyrirkomulagi Íbúðalánasjóðs, þar sem Framsóknarmenn hafa ráðið miklu undanfarin 12 ár," segir greiningardeild Glitnis sem þó bendir á að ýmis mál skilji á milli flokkanna. Þar á meðal séu Evrópumálin en Samfylkingin hefur oftsinnis lýst yfir áhuga sínum á viðræðum við Evrópusambandið um fulla aðild og upptöku evru. Sjálfstæðisflokkur hafi hins vegar verið andvígur slíku. Bendir deildin þó á, að sú andstaða hafi dvínað á undanförnum árum. „Raunar má telja ólíklegt að stór skref yrðu stigi í átt til Evrópusambandsaðildar á næstu misserum og því kunna flokkarnir að ná sátt um að flýta sér hægt í þeim efnum," segir greiningardeild Glitnis. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Verði af myndun nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, eins og útlit er fyrir, mun stjórnin að öllum líkindum reynast fjármálamörkuðum nokkuð hagfelld, að sögn greiningardeildar Glitnis, sem skrifar um áhrif nýrrar ríkisstjórnar á íslenskt fjármálalíf. Deildin telur ekki líkur á miklum breytingum og þykir ólíklegt að skattar á fyrirtæki og fjármagnstekjur verði hækkaðir. Þá segir í áliti greiningardeildarinnar í Morgunkorni hennar í dag að líklegast sé að ný stjórn muni halda áfram þeirri þróun til markaðs- og alþjóðavæðingar sem einkennt hafi íslenskt efnahagslíf frá upphafi tíunda áratugar síðustu aldar. „Enn fremur verður fróðlegt að fylgjast með hvort ráðist verður í umfangsmiklar breytingar á landbúnaðarkerfinu en innan beggja flokka er áhugi á slíkum breytingum. Einnig eru líkur til að frekari breytingar verði gerðar á fyrirkomulagi Íbúðalánasjóðs, þar sem Framsóknarmenn hafa ráðið miklu undanfarin 12 ár," segir greiningardeild Glitnis sem þó bendir á að ýmis mál skilji á milli flokkanna. Þar á meðal séu Evrópumálin en Samfylkingin hefur oftsinnis lýst yfir áhuga sínum á viðræðum við Evrópusambandið um fulla aðild og upptöku evru. Sjálfstæðisflokkur hafi hins vegar verið andvígur slíku. Bendir deildin þó á, að sú andstaða hafi dvínað á undanförnum árum. „Raunar má telja ólíklegt að stór skref yrðu stigi í átt til Evrópusambandsaðildar á næstu misserum og því kunna flokkarnir að ná sátt um að flýta sér hægt í þeim efnum," segir greiningardeild Glitnis.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira