37 milljónir til atvinnulausra ungmenna 19. maí 2007 15:18 Frá Akureyri. Tilkynnt var um stofnun Fjölsmiðju á Akureyri á aðalfundi Rauða kross Íslands í dag. Fjölsmiðja er atvinnutengt úrræði fyrir ungt fólk á krossgötum sem hefur flosnað upp úr námi eða vinnu þar sem ungmennum er hjálpað við að finna sér stað í vinnu eða námi. Rauði krossinn leggur til 15 milljónir króna í stofnkostnað Fjölsmiðjunnar, Akureyrarbær leggur til 10 milljónir, Vinnumálastofnun 5 milljónir og menntamálaráðueytið 2 milljónir króna. Fjölsmiðjunni á Akureyri er ætlað að virkja ungt fólk á Eyjafjarðarsvæðinu sem á í síendurteknu atvinnuleysi til að mynda vegna reynsluleysis, menntunarskorts, félagslegra og/eða andlegra vandamála, og aðstoða það við að finna sér nýjan farveg í lífinu. Fjölsmiðjan er vinnusetur þar sem þátttakendum gefst tækifæri til að þjálfa sig fyrir almennan vinnumarkað eða áframhaldandi nám. Byggt verður á reynslu Fjölsmiðjunnar í Kópavogi sem Rauði krossinn hafði frumkvæði að því að komið var á fót árið 2000 þar sem hefur sýnt sig að fjölda ungmenna hefur tekist að fóta sig á nýju í lífinu eftir starf sitt þar. Einnig var á aðalfundinum samþykkt ný og endurskoðuð stefna Rauða krossins til næstu þriggja ára. Með stefnunni er verið að bregðast við niðurstöðu könnunar sem félagið lét gera á síðasta ári um hverjir það eru sem verst standa í íslensku þjóðfélagi. Könnunin leiddi í ljós brýna þörf á að efla starf með innflytjendum og sporna gegn félagslegri einangrun. Sérstök áhersla er því lögð á í nýrri stefnu að starfa með innflytjendum til að auðvelda gagnkvæma aðlögun - bæði með því að efla þátttöku þeirra í starfi Rauða krossins og eins að auka þjónustu við innflytjendur. Erlent Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Sjá meira
Tilkynnt var um stofnun Fjölsmiðju á Akureyri á aðalfundi Rauða kross Íslands í dag. Fjölsmiðja er atvinnutengt úrræði fyrir ungt fólk á krossgötum sem hefur flosnað upp úr námi eða vinnu þar sem ungmennum er hjálpað við að finna sér stað í vinnu eða námi. Rauði krossinn leggur til 15 milljónir króna í stofnkostnað Fjölsmiðjunnar, Akureyrarbær leggur til 10 milljónir, Vinnumálastofnun 5 milljónir og menntamálaráðueytið 2 milljónir króna. Fjölsmiðjunni á Akureyri er ætlað að virkja ungt fólk á Eyjafjarðarsvæðinu sem á í síendurteknu atvinnuleysi til að mynda vegna reynsluleysis, menntunarskorts, félagslegra og/eða andlegra vandamála, og aðstoða það við að finna sér nýjan farveg í lífinu. Fjölsmiðjan er vinnusetur þar sem þátttakendum gefst tækifæri til að þjálfa sig fyrir almennan vinnumarkað eða áframhaldandi nám. Byggt verður á reynslu Fjölsmiðjunnar í Kópavogi sem Rauði krossinn hafði frumkvæði að því að komið var á fót árið 2000 þar sem hefur sýnt sig að fjölda ungmenna hefur tekist að fóta sig á nýju í lífinu eftir starf sitt þar. Einnig var á aðalfundinum samþykkt ný og endurskoðuð stefna Rauða krossins til næstu þriggja ára. Með stefnunni er verið að bregðast við niðurstöðu könnunar sem félagið lét gera á síðasta ári um hverjir það eru sem verst standa í íslensku þjóðfélagi. Könnunin leiddi í ljós brýna þörf á að efla starf með innflytjendum og sporna gegn félagslegri einangrun. Sérstök áhersla er því lögð á í nýrri stefnu að starfa með innflytjendum til að auðvelda gagnkvæma aðlögun - bæði með því að efla þátttöku þeirra í starfi Rauða krossins og eins að auka þjónustu við innflytjendur.
Erlent Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Sjá meira