Stefna að yfirtöku á finnskum banka 22. maí 2007 09:20 Straumur-Burðarás Fjárfestingabanki hefur keypt 62 prósent í finnska bankanum eQ Corporation, sem sérhæfir sig í eignastýringu, verðbréfamiðlun og fyrirtækjaráðgjöf. Gert verður yfirtökutilboð í allt hlutafé og kauprétti í bankann. Samanlagt kaupvirði er 260 milljónir evra, jafnvirði 22.072 milljóna íslenskra króna. Stjórn eQ mælir með því að hluthafar og rétthafar samþykki yfirtökutilboðið.Tilboðsverðið verður 7,60 evrur á hlut og 5,40 evrur fyrir hvern kauprétt en greitt verður með reiðufé.Straumur-Burðarás hefur fengið samþykki íslenska Fjármálaeftirlitsins fyrir viðskiptunum og eru kaupin og yfirtökutilboðið óháð skilyrðum. Yfirtökutilboðið verður gert snemma í júní og verður samþykktartímabilið þrjár vikur, að því er segir í tilkynningu frá bankanum. Í tilkynningunni segir ennfremur að með kaupunum verði Straumi kleift að bæta eignastýringu við þjónustuframboð bankans, útvíkka starfssvæði hans, margfalda fjölda viðskiptavina, stækka efnahagsreikning bankans í 6,2 milljarða evra, jafnvirði 526 milljarða íslenskra króna, sem og að auka þóknanatekjur og hreinar vaxtatekjur úr 43 prósentum í 50 prósent af hreinum rekstrartekjum. Haft er eftir Björgólfi Thor Björgólfssyni, stjórnarformanni Straums-Burðaráss, að bankinn hafi það að markmiði að verða einn af leiðandi fjárfestingabönkum á Norðurlöndum. Kaupin á eQ séu mikilvægur áfangi í uppbyggingu bankans á því svæði því þau eru grundvöllur þess að við getum boðið fram þjónustu okkar í Finnlandi. „Ég hef þá trú að það sé rúm fyrir framsækinn og samkeppnishæfan fjárfestingabanka á finnskum fjármálamarkaði," segir hann. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Sjá meira
Straumur-Burðarás Fjárfestingabanki hefur keypt 62 prósent í finnska bankanum eQ Corporation, sem sérhæfir sig í eignastýringu, verðbréfamiðlun og fyrirtækjaráðgjöf. Gert verður yfirtökutilboð í allt hlutafé og kauprétti í bankann. Samanlagt kaupvirði er 260 milljónir evra, jafnvirði 22.072 milljóna íslenskra króna. Stjórn eQ mælir með því að hluthafar og rétthafar samþykki yfirtökutilboðið.Tilboðsverðið verður 7,60 evrur á hlut og 5,40 evrur fyrir hvern kauprétt en greitt verður með reiðufé.Straumur-Burðarás hefur fengið samþykki íslenska Fjármálaeftirlitsins fyrir viðskiptunum og eru kaupin og yfirtökutilboðið óháð skilyrðum. Yfirtökutilboðið verður gert snemma í júní og verður samþykktartímabilið þrjár vikur, að því er segir í tilkynningu frá bankanum. Í tilkynningunni segir ennfremur að með kaupunum verði Straumi kleift að bæta eignastýringu við þjónustuframboð bankans, útvíkka starfssvæði hans, margfalda fjölda viðskiptavina, stækka efnahagsreikning bankans í 6,2 milljarða evra, jafnvirði 526 milljarða íslenskra króna, sem og að auka þóknanatekjur og hreinar vaxtatekjur úr 43 prósentum í 50 prósent af hreinum rekstrartekjum. Haft er eftir Björgólfi Thor Björgólfssyni, stjórnarformanni Straums-Burðaráss, að bankinn hafi það að markmiði að verða einn af leiðandi fjárfestingabönkum á Norðurlöndum. Kaupin á eQ séu mikilvægur áfangi í uppbyggingu bankans á því svæði því þau eru grundvöllur þess að við getum boðið fram þjónustu okkar í Finnlandi. „Ég hef þá trú að það sé rúm fyrir framsækinn og samkeppnishæfan fjárfestingabanka á finnskum fjármálamarkaði," segir hann.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Sjá meira