Viðskipti erlent

Nýr forstjóri hjá BHP Billiton

Marius Klopper á skrifstofu sinni í Melbourne í Ástralíu.
Marius Klopper á skrifstofu sinni í Melbourne í Ástralíu. Mynd/AFP

Marius Klopper hefur verið ráðinn forstjóri ástralska náma- og álfyrirtækisins BHP Billiton. Hann tekur við af Chop Goodyear, fráfarandi forstjóra, 1. október næstkomandi. Markaðsaðilar telja líkur á að með nýjum forstjóra muni BHP fara í viðamikil fyrirtækjakaup.

BHP skilaði hagnaði uppá sex milljarða bandaríkjadala, rúma 372 milljarða íslenskra króna, á seinni helmingi síðasta árs en það var 41 prósents aukning á milli ára. Helsta ástæðan fyrir aukningunni var mikil eftirspurn eftir málmum í Kína.

Klopper er 44 ára og kom til starfa hjá BHP árið 1993. Hann er framkvæmdastjóri yfir framleiðslu BHP á áli, kopar, tini og fleiri málmum.

BHP hefur orðað við fjölda yfirtaka upp á síðkastið, ekki síst er það orðað við hugsanleg kaup á helsti keppinauti fyrirtækisins, Rio Tinto, auk þess sem það er sagt skoða kaup á bandaríska álrisanum Alcoa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×