Viðskipti erlent

Bandarísk efnahagslíf að jafna sig

Frá hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum.
Frá hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum. Mynd/AFP

Upplýsingar um minnkandi atvinnuleysi í Bandaríkjunum í nýliðnum mánuði hafa aukið væntingar manna um að betri gangur sé í efnahagslífinu vestanhafs nú en á fyrri helmingi ársins. Upplýsingarnar urðu meðal annars til þess að nokkrar af helstu vísitölunum hækkuðu mikið við lokun markaða á föstudag. Dow Jones-vísitalan sló met í 26. sinn á árinu.

Vísitalan hækkaði um 40,47 punkta og fór í 13.668,11 stig.

Standaard & Poor's vísitaalan hækkaði sömuleiðis um 5,72 punkta og fór í 1.536,34 stig sem er hæsta gildi hennar síðan árið 2000.

Menn höfðu miklar áhyggjur af bandarísku efnahagslífi fyrr á árinu, ekki síst eftir samdrátt á fasteignalánamarkaði samfara auknum viðskiptahalla. Það varð til að hagvöxtur dróst talsvert saman og hafði ekki verið minni í fjögur ár.

Breska ríkisútvarpið hefur hins vegar eftir bandarískum hagfræðingum að síðustu upplýsingar um ástand í atvinnumálum í maí samhliða hóflegum launahækkunum vestanhafs bendi til að efnahagslífið sé að jafna sig eftir skellinn á fyrri hluta árs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×