Kínastjórn kælir markaðinn á ný 4. júní 2007 09:46 Frá Kína. Mynd/AFP Gengi hlutabréfa á aðallista kauphallarinnar í Sjanghæ í Kína lækkaði um rúm átta prósent við lokun kauphallarinnar í Sjanghæ í dag. Ástæðan er ótti fjárfesta við að stjórnvöld þar í landi hækki skatta frekar með það fyrir augum að kæla hagkerfið. Vísitalan rauf á dögunum 4.000 stiga múrinn. Við lækkunina nú, sem var upp á 330,34 punkta, endaði hún hins vegar í 3.670,40 stigum. Þetta er önnur stóra lækkunin á tæpri viku. Þegar ríkisstjórn Kína ákvað að hækka stimpilgjöld á viðskipti með hlutabréf úr 0,1 prósenti í 0,3 prósent lækkaði gengi bréfa í kauphöllinni um sex prósent. Fjárfestar óttast nú að Kínastjórn geri enn eina atlöguna að hlutabréfamarkaðnum og telja líkur á að fjármagnstekjuskattar verði hækkaðir til að kæla kínverska hagkerfið. Breska ríkisútvarpið hefur eftir greinendum í dag að líklega muni lækkunin nú ekki hafa víðtæk áhrif enda verði hún tímabundin. Þá sé allt eins líklegt að aðgerðir stjórnvalda muni ekki skila þeim árangri sem þau leiti eftir. Gengi hlutabréfa á aðallista kauphallarinnar í Sjanghæ í Kína hefur þrefaldast síðan í byrjun síðasta árs, þar af tvöfaldast það sem af er árs. Ástæðan eru mikil hlutabréfakaup í Kína. Varað hefur verið við því að bóla sé að myndast á markaðnum og geti hún sprungið með alvarlegum afleiðingum. Einn þeirra sem varað hefur við bólunni er Alan Greenspan, fyrrum aðalseðlabankastjóri Bandaríkjanna. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Viðskipti erlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Fleiri fréttir „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Gengi hlutabréfa á aðallista kauphallarinnar í Sjanghæ í Kína lækkaði um rúm átta prósent við lokun kauphallarinnar í Sjanghæ í dag. Ástæðan er ótti fjárfesta við að stjórnvöld þar í landi hækki skatta frekar með það fyrir augum að kæla hagkerfið. Vísitalan rauf á dögunum 4.000 stiga múrinn. Við lækkunina nú, sem var upp á 330,34 punkta, endaði hún hins vegar í 3.670,40 stigum. Þetta er önnur stóra lækkunin á tæpri viku. Þegar ríkisstjórn Kína ákvað að hækka stimpilgjöld á viðskipti með hlutabréf úr 0,1 prósenti í 0,3 prósent lækkaði gengi bréfa í kauphöllinni um sex prósent. Fjárfestar óttast nú að Kínastjórn geri enn eina atlöguna að hlutabréfamarkaðnum og telja líkur á að fjármagnstekjuskattar verði hækkaðir til að kæla kínverska hagkerfið. Breska ríkisútvarpið hefur eftir greinendum í dag að líklega muni lækkunin nú ekki hafa víðtæk áhrif enda verði hún tímabundin. Þá sé allt eins líklegt að aðgerðir stjórnvalda muni ekki skila þeim árangri sem þau leiti eftir. Gengi hlutabréfa á aðallista kauphallarinnar í Sjanghæ í Kína hefur þrefaldast síðan í byrjun síðasta árs, þar af tvöfaldast það sem af er árs. Ástæðan eru mikil hlutabréfakaup í Kína. Varað hefur verið við því að bóla sé að myndast á markaðnum og geti hún sprungið með alvarlegum afleiðingum. Einn þeirra sem varað hefur við bólunni er Alan Greenspan, fyrrum aðalseðlabankastjóri Bandaríkjanna.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Viðskipti erlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Fleiri fréttir „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira