Íslenska hagkerfið það viðkvæmasta í heimi 6. júní 2007 10:33 Seðlabanki Íslands. Íslenska hagkerfið er viðkvæmt og það líklegasta af 25 nýmörkuðum til að verða fyrir skakkaföllum vegna slæmra ytri skilyrða. Hagkerfi Ísraels, Kólumbíu, Chile og Argentínu standa hins vegar á traustum grunni. Þetta kemur fram í skýrslu bandaríska fjárfestingabankans Lehman Brothers sem ísraelska dagblaðið Haretz birti í gær. Skýrsla bankans nefnist „Sverð Demóklesar" en titillinn er fenginn úr grísku sögninni um sverðið sem hékk á einu hári yfir höfði Grikkjans Demóklesar, sem hafði sætaskipti við Díónýsus konung í einn dag. Í mælingu bankans þýðir lág stigagjöf litla áhættu af utanaðkomandi þáttum en há stigagjöf merkir að áhættan sé mikil. Ísland var með 89 stig en Ísrael 0.Í skýrslunni segir að óhagkvæm ytri skilyrði á erlendum mörkuðum muni verða til þess að valda erfiðleikum á Íslandi, sem vermir fyrsta sæti listans yfir þau lönd sem líklegust eru til að lenda í erfiðleikum. Í öðru sæti er Rúmenía. Segir í skýrslunni að íslenska hagkerfið sé það minnsta í heimi en ekki sé loku fyrir það skotið að aðstæður muni batna á næstunni. Hvað Ísrael varðar hefur Harets eftir skýrslunni að þar hafi verið viðskiptajöfnuður upp á fimm prósent af landsframleiðslu í fyrra. Sé erlend gjaldeyrisstaða landsins góð og hafi stjórnvöldum tekist að lækka erlendar skuldir. Hins vegar er bent á að pólitískur óstöðugleiki og lækkandi stýrivaxtastig sé áhyggjuefni auk þess sem útlit sé fyrir aukna eftirspurn eftir innfluttri vöru. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira
Íslenska hagkerfið er viðkvæmt og það líklegasta af 25 nýmörkuðum til að verða fyrir skakkaföllum vegna slæmra ytri skilyrða. Hagkerfi Ísraels, Kólumbíu, Chile og Argentínu standa hins vegar á traustum grunni. Þetta kemur fram í skýrslu bandaríska fjárfestingabankans Lehman Brothers sem ísraelska dagblaðið Haretz birti í gær. Skýrsla bankans nefnist „Sverð Demóklesar" en titillinn er fenginn úr grísku sögninni um sverðið sem hékk á einu hári yfir höfði Grikkjans Demóklesar, sem hafði sætaskipti við Díónýsus konung í einn dag. Í mælingu bankans þýðir lág stigagjöf litla áhættu af utanaðkomandi þáttum en há stigagjöf merkir að áhættan sé mikil. Ísland var með 89 stig en Ísrael 0.Í skýrslunni segir að óhagkvæm ytri skilyrði á erlendum mörkuðum muni verða til þess að valda erfiðleikum á Íslandi, sem vermir fyrsta sæti listans yfir þau lönd sem líklegust eru til að lenda í erfiðleikum. Í öðru sæti er Rúmenía. Segir í skýrslunni að íslenska hagkerfið sé það minnsta í heimi en ekki sé loku fyrir það skotið að aðstæður muni batna á næstunni. Hvað Ísrael varðar hefur Harets eftir skýrslunni að þar hafi verið viðskiptajöfnuður upp á fimm prósent af landsframleiðslu í fyrra. Sé erlend gjaldeyrisstaða landsins góð og hafi stjórnvöldum tekist að lækka erlendar skuldir. Hins vegar er bent á að pólitískur óstöðugleiki og lækkandi stýrivaxtastig sé áhyggjuefni auk þess sem útlit sé fyrir aukna eftirspurn eftir innfluttri vöru.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira